Ítrekun: Leysibendar eru ekki leikföng!

Að gefnu tilefni ítreka Geislavarnir ríkisins þau mikilvægu skilaboð að leysibendar eru ekki leikföng en áður hefur verið greint frá því þegar ungur drengur hlaut alvarlegan augnskaða vegna geisla frá leysibendi. Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir aðstandendur komi í veg fyrir að börn leiki sér með leysibenda því þeir geta valdið alvarlegum

2022-09-29T08:46:26+00:0029.09.2022|Tags: , |0 Comments

Ný reglugerð um notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja

Heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð nr. 171/2021 sem kveður á um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja. Með nýju reglugerðinni eru settar skýrar kröfur um menntun þeirra sem heimilt er að nota þessi tæki, meðal annars við fegrunaraðgerðir. Enn fremur er skýrt kveðið á um aðkomu og ábyrgð læknis, hvort sem um er að ræða læknisfræðilega notkun þessara tækja eða notkun þeirra í fegrunarskyni. 

2021-02-22T15:44:30+00:0022.02.2021|Tags: , , |0 Comments

Ráðleggingar varðandi notkun leysa, leysibenda og IPL tækja í fegrunarskyni 

Hér er fjallað um leysa, leysibenda og IPL-tæki, sbr. skilgreiningar í reglugerð nr. 171/2021. Til hægðarauka er orðið leysir hér notað um leysa og leysibenda. Leysar sem notaðir eru við meðhöndlun á húð í fegrunarskyni geta valdið alvarlegum skaða á augum og húð sé fyllsta öryggis ekki gætt. Öflugir leysar eru notaðir í fegrunarskyni við t.d. háreyðingu, fjarlægingu

Áhættur við notkun öflugra leysa, öflugra leysibenda og IPL-tækja

Hér er fjallað um öfluga leysa, öfluga leysibenda og IPL-tæki (e. intense pulsed lasers), sbr. skilgreiningar í reglugerð nr. 171/2021. Til hægðarauka er orðið leysir hér notað um öfluga leysa og öfluga leysibenda. Leysar eru flokkaðir eftir áhættunni sem fylgir notkun þeirra. Hér má finna fræðsluefni um flokkun leysa. Öflugir leysar geta valdið alvarlegum augnskaða

Flokkun leysa og leysibenda

Hér er fjallað um leysa og leysibenda, sbr. skilgreiningar í reglugerð nr. 171/2021. Til hægðarauka er orðið leysir hér notað um leysa og leysibenda.  Leysum er skipt í flokka eftir áhættunni sem fylgir notkun þeirra. Hættan á skaða eykst með afli leysis en hún er einnig háð bylgjulengdinni, tímanum sem geislað er, fjarlægð frá uppsprettu og eiginleikum eins og hvort leysigeislinn sé samfelldur eða púlserandi og hversu dreifður geislinn er. Flokkuninni er lýst í evrópskum staðli IEC (International

Varað við notkun leysihanska

Geislavörnum ríkisins hafa borist ábendingar um notkun á svokölluðum leysihönskum. Leysihanskarnir sem stofnunin hefur fengið upplýsingar um eru með leysa í flokki 3B, eru því í hópi öflugra leysa og hafa nægilegt afl til að valda augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi af gljáandi fleti. Leysar í þessum flokki eru hættulegir augum.

2019-04-08T15:14:21+00:0008.04.2019|Tags: , , |0 Comments

Um markaðseftirlit með leysibendum

Í október 2011 var sett reglugerð nr. 954/2011 sem takmarkar innflutning og notkun leysibenda (sjá eldri frétt). Geislavarnir ríkisins hafa síðan þá sinnt markaðseftirliti með öflugum leysibendum til að framfylgja reglugerðinni. Allnokkur mál hafa komið upp á árinu sem benda til þess að gagnlegt sé að rifja upp einstök atriði um öfluga leysibenda, flokkun þeirra,

2018-06-04T13:20:50+00:0003.12.2013|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Um markaðseftirlit með leysibendum