Varað við notkun leysihanska

Geislavörnum ríkisins hafa borist ábendingar um notkun á svokölluðum leysihönskum. Leysihanskarnir sem stofnunin hefur fengið upplýsingar um eru með leysa í flokki 3B, eru því í hópi öflugra leysa og hafa nægilegt afl til að valda augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi af gljáandi fleti. Leysar í þessum flokki eru hættulegir augum.

2019-04-08T15:14:21+00:0008.04.2019|Tags: , , |0 Comments

Leysibendar eru ekki leikföng!

Vegna slyss sem varð við notkun leysigeisla, þar sem ungur drengur varð fyrir alvarlegum augnskaða vilja Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur um að koma í veg fyrir að börn leiki sé með þá. Leysibendar geta valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna.

2017-12-11T12:58:14+00:0011.12.2017|Tags: |0 Comments

Ný reglugerð um leysa

Þann 1. febrúar sl. gaf Velferðarráðuneytið út nýja reglugerð um innflutning og notkun leysa, leysibenda og svokallaðra IPL-tækja (e. intense pulsed light). Helstu breytingar í þessari nýju reglugerð eru að nú nær hún einnig til svokallaðra IPL-tækja sem gefa frá sér sýnilegt ljós yfir MPE-öryggismörkum sem tiltekin eru í staðlinum ÍST EN 60825-1. Þá er ný grein (5. gr.) um læknisfræðilega notkun leysa og IPL tækja, sem nær einnig til notkunar þeirra í fegrunarskyni.

2017-03-08T11:47:28+00:0021.03.2016|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Ný reglugerð um leysa

Danskur læknir varar við leysibendum

Á hálfu ári hafa sjö dönsk börn hlotið varanlegar augnskemmdir eftir að hafa leikið sér með leysibenda. Yfirlæknir á sjúkrahúsi í Danmörku varaði nýlega við sterkum leysibendum í ljósi þessa.

2017-03-08T11:04:50+00:0010.04.2015|Tags: , |Slökkt á athugasemdum við Danskur læknir varar við leysibendum

Frétt um leysibenda í Morgunblaðinu

Morgunblaðið birti í gær, 7. janúar, frétt um leysibenda þar sem m.a. kemur fram að mánaðarlega er tilkynnt um atkvik þar sem öflugum leysibendum er beint að íslenskum flugvélum erlendis.

2016-11-04T07:24:12+00:0008.01.2015|Tags: |Slökkt á athugasemdum við Frétt um leysibenda í Morgunblaðinu

Gott samstarf Geislavarna og Tollstjóra um leysibenda

Í frétt á vefsíðu Tollstjóra segir að hald hafi verið lagt á fimmtíu leysibenda á árinu, en samkvæmt reglugerð er innflutningur öflugra leysibenda tilkynningarskyldur og notkun þeirra er óheimil án leyfis. Geislavarnir ríkisins hafa undanfarin ár átt gott samstarf við Tollstjóra um að hefta innflutning og notkun hættulegra leysibenda.

2017-03-08T11:42:56+00:0004.12.2014|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Gott samstarf Geislavarna og Tollstjóra um leysibenda

Um markaðseftirlit með leysibendum

Í október 2011 var sett reglugerð nr. 954/2011 sem takmarkar innflutning og notkun leysibenda (sjá eldri frétt). Geislavarnir ríkisins hafa síðan þá sinnt markaðseftirliti með öflugum leysibendum til að framfylgja reglugerðinni. Allnokkur mál hafa komið upp á árinu sem benda til þess að gagnlegt sé að rifja upp einstök atriði um öfluga leysibenda, flokkun þeirra,

2018-06-04T13:20:50+00:0003.12.2013|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Um markaðseftirlit með leysibendum

Alvarlegur augnskaði af völdum leysibendis

Geislavörnum ríkisins var í byrjun vikunnar tilkynnt um alvarlegan augnskaða sem hlotist hefði af völdum leysibendis. Augnlæknar á Landspítala fengu til meðferðar 13 ára dreng sem skaðast hefur á báðum augum og misst miðjusjón á öðru þeirra eftir leik með leysibendi. Einar Stefánsson prófessor og yfirlæknir augndeildar Landspítala segir að hann hafi ekki áður séð jafn alvarlegt dæmi um augnskaða af völdum leysibendis. Geislavarnir ríkisins ítreka að leysibendar eru ekki leikföng og hvetja foreldra til að taka leysibenda af börnum sínum.

2013-05-30T10:34:36+00:0030.05.2013|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Alvarlegur augnskaði af völdum leysibendis
Go to Top