Gott samstarf Geislavarna og Tollstjóra um leysibenda

Í frétt á vefsíðu Tollstjóra segir að hald hafi verið lagt á fimmtíu leysibenda á árinu, en samkvæmt reglugerð er innflutningur öflugra leysibenda tilkynningarskyldur og notkun þeirra er óheimil án leyfis. Geislavarnir ríkisins hafa undanfarin ár átt gott samstarf við Tollstjóra um að hefta innflutning og notkun hættulegra leysibenda.

2017-03-08T11:42:56+00:0004.12.2014|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Gott samstarf Geislavarna og Tollstjóra um leysibenda

Um markaðseftirlit með leysibendum

Í október 2011 var sett reglugerð nr. 954/2011 sem takmarkar innflutning og notkun leysibenda (sjá eldri frétt). Geislavarnir ríkisins hafa síðan þá sinnt markaðseftirliti með öflugum leysibendum til að framfylgja reglugerðinni. Allnokkur mál hafa komið upp á árinu sem benda til þess að gagnlegt sé að rifja upp einstök atriði um öfluga leysibenda, flokkun þeirra,

2018-06-04T13:20:50+00:0003.12.2013|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Um markaðseftirlit með leysibendum

Alvarlegur augnskaði af völdum leysibendis

Geislavörnum ríkisins var í byrjun vikunnar tilkynnt um alvarlegan augnskaða sem hlotist hefði af völdum leysibendis. Augnlæknar á Landspítala fengu til meðferðar 13 ára dreng sem skaðast hefur á báðum augum og misst miðjusjón á öðru þeirra eftir leik með leysibendi. Einar Stefánsson prófessor og yfirlæknir augndeildar Landspítala segir að hann hafi ekki áður séð jafn alvarlegt dæmi um augnskaða af völdum leysibendis. Geislavarnir ríkisins ítreka að leysibendar eru ekki leikföng og hvetja foreldra til að taka leysibenda af börnum sínum.

2013-05-30T10:34:36+00:0030.05.2013|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Alvarlegur augnskaði af völdum leysibendis
Go to Top