Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára

Hlutfall fullorðinna sem höfðu notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum er nú annað árið í röð um 6%, miðað við um 11% árið 2019. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Hlutfall þeirra sem höfðu notað ljósabekki var hæst hjá aldursbilinu 18 – 24

Ljósabekkjum fjölgar lítillega

Geislavarnir ríkisins hafa nýlokið talningu á fjölda ljósabekkja sem almenningi er seldur aðgangur að. Lítilleg aukning hefur orðið á heildarfjölda ljósabekkja frá síðustu talningu sem fór fram árið 2017. Geislavarnir ráða fólki eindregið frá því að nota ljósabekki enda fylgir notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini.

2021-01-12T21:18:51+00:0012.01.2021|Tags: , |0 Comments

Ljósabekkjanotkun á Íslandi óbreytt á milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Niðurstöðurnar sýndu að um 11% fullorðinna höfðu notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum, en ekki reyndist vera marktækur munur á ljósabekkjanotkuninni á milli ára. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega frá árinu 2004. Á þessu tímabili hefur dregið mjög verulega úr notkun ljósabekkja. Fólki er ráðlagt að nota ljósabekki ekki vegna aukinnar hættu á húðkrabbameini.

Ljósabekkir og lýðheilsa

Í nýrri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest.

Að gefnu tilefni: Hættan er ljós

Nú eru liðin 10 ár síðan lagt var af stað með átakið „Hættan er ljós“. Rétt er að minna á hættuna sem felst í notkun unglinga á ljósabekkjum nú þegar fermingarundirbúningur er að hefjast.

2014-03-12T13:56:56+00:0012.03.2014|Tags: , |Slökkt á athugasemdum við Að gefnu tilefni: Hættan er ljós