Með ójónandi geislun má lesa kvæði frá 10. öld

Arinbjarnarkviða eftir Egil Skallagrímsson er aðeins varðveitt á einni síðu í Möðruvallabók sem nú er ólæsileg. Útgáfur kvæðisins byggja á uppskrift þessarar síðu frá 17. öld. Nýlega hefur starfsmaður Geislavarna ríkisins sýnt að með nýrri ljóstækni er enn hægt að lesa síðuna að miklu leyti og betur en áður hefur verið gert.