Niðurstöður mælinga frá Hellisheiðarvirkjun

Geislavarnir ríkisins hófu mat á styrk náttúrlegra geislavirkra efna í útfellingum í jarðvarmavirkjunum á Íslandi í kjölfar þess að aukin náttúruleg geislavirkni mældist í útfellingum við Reykjanesvirkjun. Farið var í vettvangsferð að Hellisheiðarvirkjun þann 27. október 2015. Tvö sýni þaðan voru send í mælingu til geislavarnastofnunar Finnlands (STUK) og bárust niðurstöður í síðustu viku.

2020-12-18T09:01:42+00:0016.12.2015|Tags: , |Slökkt á athugasemdum við Niðurstöður mælinga frá Hellisheiðarvirkjun

Nýjar mælingar á aukinni náttúrulegri geislavirkni í útfellingum frá Reykjanesvirkjun

Niðurstöður mælinga á sýnum sem tekin voru við Reykjanesvirkjun í lok ágúst og byrjun september sl. bárust nú í vikunni. Aukin náttúruleg geislavirkni mældist hærri en í sýnum sem mæld voru fyrr á árinu, mest um tvöfalt hærri.

2020-11-23T16:10:17+00:0013.11.2015|Tags: , |Slökkt á athugasemdum við Nýjar mælingar á aukinni náttúrulegri geislavirkni í útfellingum frá Reykjanesvirkjun

Athugun á náttúrulegri geislavirkni við jarðvarmavirkjanir heldur áfram

Í kjölfar þess að aukin náttúruleg geislavirkni mældist í útfellingum við Reykjanesvirkjun hafa Geislavarnir ríkisins unnið að mati á styrk náttúrlegra geislavirkra efna í útfellingum í jarðvarmavirkjunum á Íslandi og heldur vinna við það áfram.

2020-11-24T08:38:00+00:0030.10.2015|Tags: , |Slökkt á athugasemdum við Athugun á náttúrulegri geislavirkni við jarðvarmavirkjanir heldur áfram

Uppsöfnun náttúrulegra geislavirkra efna

Vart hefur orðið uppsöfnunar náttúrulegra geislavirkra efna á Íslandi í fyrsta skipti. Um er að ræða staðbundna uppsöfnun í útfellingum í borholutoppum við Reykjanesvirkjun. Uppsöfnunin verður vegna þess að fjölmörg efni, þar á meðal ákveðin geislavirk efni úr náttúrunni, falla út við borholutoppana. Umrædd geislavirk efni eru bundin í útfellingum á föstu formi sem verða á takmörkuðu svæði í lokuðu kerfi og er ekki um að ræða að þau losni til umhverfisins með affallsvatni frá virkjuninni, gufu eða á annan hátt. Það er mat Geislavarna ríkisins að geislun frá þessum útfellingum sé svo lítil að fólki stafi ekki hætta af.

2020-11-24T09:04:07+00:0016.09.2015|Tags: , |Slökkt á athugasemdum við Uppsöfnun náttúrulegra geislavirkra efna
Go to Top