Norrænn fundur um læknisfræðilega notkun geislunar

Árlegur fundur Norrænu geislavarnastofnananna um læknisfræðilega notkun geislunar (Nordic Group for Medical Application - NGMA) var haldinn hjá dönsku geislavörnunum í lok ágúst sl. Tveir fulltrúar frá hverju landi sátu fundinn sem stóð yfir í tvo daga. Starfsemi hópsins hefur m.a. leitt til útgáfu á Norrænum ritum, yfirlýsingum og leiðbeiningum í gegnum árin. Geislavarnir ríkisins sjá um vefsíðu hópsins en hún er http://nordicxray.gr.is/. Eins er hægt að nálgast efnið á vef Gr.