NKS málstofa

Dagana 15-16 janúar sl. var haldið málþing á vegum Norrænna kjarnöryggisrannsókna (Nordisk Kernsikkerhedsforskning, NKS) sem bar yfirskriftina „Nordic Nuclear and Radiation Risk Estimates - Advances and Uncertainties“.

2019-01-25T13:41:34+00:0025.01.2019|Tags: |0 Comments

Ný grein frá NKS

NKS hefur birt grein í hinu virta vísindariti Journal of Environmental Radioactivity. Greinin, sem ber titilinn „Joint Nordic nuclear research to strengthen nuclear emergency preparedness after the Fukushima accident“ lýsir Norrænni samvinnu með áherslu á margvíslegt viðbúnaðarstarf sem komið hefur verið á laggirnar undanfarin ár og snertir vanda um allan heim af völdum slyssins í

2018-08-27T13:14:21+00:0027.08.2018|Tags: , |0 Comments

Vinnustofa um gammagreiningu

Næsta haust verður haldin vinnustofa um gammagreiningu í Reykjavík, GammaRay 2018. Þar verður fjallað um mælingar á geislavirkni og greiningu á mæliniðurstöðum ásamt almennara efni um tengda starfsemi. Áhugasömum er m.a. boðið að taka þátt í samanburðarmælingum og samanburðargreiningum á mæliniðurstöðum, auk þess sem leitast er við að kynna nýjungar á sviði mælitækni og greiningaraðferða.

2020-11-23T15:53:10+00:0031.05.2018|Tags: , |0 Comments

Rannsóknaverkefni og stjórnarformennska Norrænna kjarnöryggisrannsókna

Á stjórnarfundi Norrænna kjarnöryggisrannsókna (Nordisk kernsikkerhedsforskning, NKS) í síðustu viku var ákveðið að styrkja samtals átján rannsóknaverkefni á árinu 2015, þar af sex sem Geislavarnir ríkisins taka virkan þátt í. Ennfremur var ákveðið að Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna, gegndi áfram stjórnarformennsku NKS til ársloka 2018.

2016-11-04T07:24:11+00:0021.01.2015|Tags: , , , , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Rannsóknaverkefni og stjórnarformennska Norrænna kjarnöryggisrannsókna

Norræn vinnustofa um gammagreiningu

Vinnustofa um gammagreiningu verður haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 6.-8. október næstkomandi. Markmið vinnustofunnar er að hvetja til samvinnu og hugmyndaskipta þeirra sem vinna við gammagreiningu á Norðurlöndunum. Vinnustofan hefst með kynningarnámskeiði í gammagreiningu og svo taka við fyrirlestrar og umræður um sértæk atriði gammagreiningar. Vinnustofan er styrkt af Norrænum Kjarnöryggisrannsóknum (NKS).

2014-08-26T13:08:25+00:0026.08.2014|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Norræn vinnustofa um gammagreiningu

Norrænn skipulagsfundur í Reykjavík vegna ráðstefnu um geislamælitækni

Gammagreining er tækni sem gegnir lykilhlutverki við að þekkja og meta magn geislavirkra efna. Samtökin norrænar kjarnöryggisrannsóknir (NKS) hafa undanfarin ár gengist fyrir ráðstefnum um þessa tækni og var sú síðasta haldin í Hveragerði sl. haust. Nú er nýlokið í Reykjavík undirbúningsfundi fyrir næstu ráðstefnu, en á henni verða m.a. kynntar niðurstöður samanburðarmælinga sem þátttakendum gefst í sumar kostur á að taka þátt í.

2013-04-02T14:47:17+00:0002.04.2013|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Norrænn skipulagsfundur í Reykjavík vegna ráðstefnu um geislamælitækni

Norræn ráðstefna um lærdóm af Fukushima slysinu

Norrænar kjarnöryggisrannsóknir (NKS) gengust fyrir ráðstefnu í Stokkhólmi þann 8.-9. janúar sl. um hvaða lærdóm Norðurlönd gætu dregið af slysinu í Fukushima. Á annað hundrað manns sótti ráðstefnuna og fyrirlesarar voru á þriðja tug, þar af þrír sem eru leiðandi í alþjóðlegu starfi á sviði geislavarna.

2020-12-18T15:15:14+00:0022.01.2013|Tags: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Norræn ráðstefna um lærdóm af Fukushima slysinu
Go to Top