Atvik í kjarnorkuveri í Finnlandi

Um hádegisbil fimmtudaginn 10. desember kom upp atvik í ofni 2 í Olkiluoto kjarnorkuverinu á vesturströnd Finnlands. Hátt geislasvið mældist í gufuleiðslu og slökkt var á ofninum vegna þessa. Við skoðun kom í ljós að plastefni brotnaði úr síum í vatnleiðslum sem liggja að eldsneyti kjarnaofnsins. Þegar plastefnið ferðaðist í gegnum gufulagnirnar mældist hækkað

2020-12-15T14:35:33+00:0010.12.2020|Tags: , |0 Comments

Nýjar norrænar leiðbeiningar um vinnulag við röntgen- og skyggnirannsóknir

Nýlega litu dagsins ljós sameiginlegar leiðbeiningar frá norrænu geislavarnastofnununum um leiðir til að lækka geislaskammta í röntgenrannsóknum og skyggnirannsóknum. Leiðbeiningarnar leggja áherslu á mikilvægi þess að nota rétta tækni og aðferðir. Mikilvægt er að nota réttar aðferðir og hjálpartæki og að aðlaga tækni og aðferðir að hverjum einstaklingi til að halda geislaskömmtum eins lágum og mögulegt er.

Starfsmenn Geislavarna á ráðstefnu NSFS

Nýlega sóttu sex starfsmenn Geislavarna 17. ráðstefnu Norræna geislavarnafélagsins, Nordisk selskap for strålevern (NSFS) í Hróarskeldu. Ráðstefnan stóð yfir í fjóra daga og hana sóttu um 120 manns frá 16 löndum. Starfmenn Geislavarna fluttu fimm erindi og birtu tvö veggspjöld á ráðstefnunni.

2016-11-04T07:24:00+00:0010.09.2015|Tags: , , , |Slökkt á athugasemdum við Starfsmenn Geislavarna á ráðstefnu NSFS

Yfirlýsing norrænna geislavarnastofnana: Geislun í kringum farsíma og annan sendibúnað er ekki skaðleg

Í sameiginlegri yfirlýsingu norrænu geislavarnastofnananna segir að samanteknar niðurstöður rannsókna sem birst hafa í vísindaritum til þessa sýni ekki skaðleg heilsufarsáhrif frá rafsegulgeislun við þráðlaus samskipti sem eru að styrk fyrir neðan þau viðmiðunarmörk sem tekin hafa verið upp á Norðurlöndum.

2017-08-22T15:51:57+00:0017.12.2013|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Yfirlýsing norrænna geislavarnastofnana: Geislun í kringum farsíma og annan sendibúnað er ekki skaðleg

Norðurlönd og Eystrasaltsríkin æfa viðbrögð við kjarnorkuslysi

Kjarnorkuslysaæfingar eru mikilvægar til að þróa, þjálfa og prófa viðbrögð við hugsanlegum slysum. Slík æfing var haldin fimmtudaginn 14. mars sl. í Finnlandi. Hin Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin nýttu sér hana til að æfa viðbrögð við kjarnorkuslysi í grannríki og ekki síst þá samvinnu á milli landanna sem er nauðsynleg. Töluverður tími, jafnvel margir dagar, myndi líða frá slíku slysi þar til geislavirk efni frá því gætu borist hingað til lands. Það er samt mikilvægt samhæfa frá fyrstu stundu mat og ráðgjöf á Íslandi því sem gert er annars staðar á Norðulöndum. Formlegt mat á æfingunni í heild mun liggja fyrir í sumar, en þegar er ljóst að hún nýttist vel við styrkingu viðbúnaðar á þessu sviði hérlendis.

2013-03-19T14:52:49+00:0019.03.2013|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin æfa viðbrögð við kjarnorkuslysi
Go to Top