Sigurður hlaut Bo Lindell verðlaunin

Sigurði M. Magnússyni, forstjóra Geislavarna, voru veitt Bo Lindell verðlaunin á ráðstefnu Norræna geislavarnafélagsins (NSFS) í síðustu viku. Í umsögn segir að Bo Lindell verðlaunin séu veitt í viðurkenningarskyni fyrir mikið framlag til geislavarna á Norðurlöndum og á alþjóðlegum vettvangi um langan tíma samhliða mikilvægum störfum í þágu Norræna geislavarnafélagsins.