Nýjungar í þróun geislamælitækni: Norrænn fundur í Reykjavík og mælingar

Dagana 13.-17. maí síðast liðinn var haldinn norrænn fundur hjá Geislavörnum ríkisins, þar sem ný tækni við mælingar á svokallaðri nifteindageislun var borin saman við hefðbundnar aðferðir. Vaxandi áhersla er á slíka skimun í öryggisskyni, t.d. á landamærum. Þessi vinna er hluti norræns rannsóknaverkefnis sem stutt er af Norrænum kjarnöryggisrannsóknum, NKS. Ýmsir innlendir aðilar aðstoðuðu við að gera þessar mælingar mögulegar.