Mælingar á rafsegulgeislun frá fjarskiptasendum á Úlfarsfelli

Í lok júlí gerðu Geislavarnir ríkisins mælingar á rafsegulgeislun frá fjarskiptasendum á Úlfarsfelli. Mælingar voru gerðir á styrk rafsviðs á mismunandi stöðum umhverfis mastrið sem sendarnir eru festir á. Áður en mælingarnar voru gerðar var svæðið skannað til að meta breytileika og að finna þá staði sem voru með hæst gildi.  Alþjóðageislavarnaráðið fyrir ójónandi

Ráðleggingar varðandi notkun leysa, leysibenda og IPL tækja í fegrunarskyni 

Hér er fjallað um leysa, leysibenda og IPL-tæki, sbr. skilgreiningar í reglugerð nr. 171/2021. Til hægðarauka er orðið leysir hér notað um leysa og leysibenda. Leysar sem notaðir eru við meðhöndlun á húð í fegrunarskyni geta valdið alvarlegum skaða á augum og húð sé fyllsta öryggis ekki gætt. Öflugir leysar eru notaðir í fegrunarskyni við t.d. háreyðingu, fjarlægingu

Áhættur við notkun öflugra leysa, öflugra leysibenda og IPL-tækja

Hér er fjallað um öfluga leysa, öfluga leysibenda og IPL-tæki (e. intense pulsed lasers), sbr. skilgreiningar í reglugerð nr. 171/2021. Til hægðarauka er orðið leysir hér notað um öfluga leysa og öfluga leysibenda. Leysar eru flokkaðir eftir áhættunni sem fylgir notkun þeirra. Hér má finna fræðsluefni um flokkun leysa. Öflugir leysar geta valdið alvarlegum augnskaða

Flokkun leysa og leysibenda

Hér er fjallað um leysa og leysibenda, sbr. skilgreiningar í reglugerð nr. 171/2021. Til hægðarauka er orðið leysir hér notað um leysa og leysibenda.  Leysum er skipt í flokka eftir áhættunni sem fylgir notkun þeirra. Hættan á skaða eykst með afli leysis en hún er einnig háð bylgjulengdinni, tímanum sem geislað er, fjarlægð frá uppsprettu og eiginleikum eins og hvort leysigeislinn sé samfelldur eða púlserandi og hversu dreifður geislinn er. Flokkuninni er lýst í evrópskum staðli IEC (International

Norrænt samstarf um ójónandi geislun

Á síðustu vikum hafa geislavarnastofnanir Norðurlandanna haldið rafræna vinnustofu um ójónandi geislun. Lykilfyrirlesararnir voru Dr. Eric van Rongen varaforseti Alþjóða geislavarnarráðsins fyrir ójónandi geislun (ICNIRP) og Dr. Emilie van Deventer yfirmaður geislunar og heilsu hjá Alþjóða heilbrigiðismálastofnuninni (WHO). Þá hittust norrænir vinnuhópar um rafsegulsvið (EMF), leysa, útfjólubláa geislun (UV) og notkun ójónandi geislunar í fegrunarskyni, og fóru yfir helstu málin á hverju sviði. Þátttakendur voru sammála um að vinnustofan hefði tekist vel. Því má ætla að norrænt samstarf muni í auknum mæli fara fram í gegnum fjarfundarbúnað og vonandi stuðla að því að gera gott samstarf enn betra.

2020-10-12T13:42:39+00:0012.10.2020|Tags: , , |0 Comments

Rafsegulóþol

Með aukinni hagnýtingu fjarskiptatækni sem nýtir rafsegulsvið á útvarpstíðni hafa Geislavörnum borist fyrirspurnir og erindi frá fólki sem á við heilsufarsvandamál að glíma sem það tengir óþoli fyrir rafsegulsviði.  Á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, er að finna nokkuð ítarlegar upplýsingar og ráðleggingar varðandi rafsegulóþol, sjá https://www.who.int/peh-emf/publications/facts/fs296/en/ Á Vísindavefnum er svar við spurningunni: Er til

Nýjar viðmiðunarreglur fyrir 5G

Alþjóða geislavarnaráðið fyrir ójónandi geislun (The International Commission on Non‐Ionizing Radiation Protection (ICNIRP)) hefur gefið út nýjar viðmiðunarreglur og viðmiðunarmörk til verndar fólki vegna rafsegulsviða af útvarpstíðni (100 kHz – 300 GHz). Þær leysa af hólmi viðmiðunarreglur frá árinu 1998. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nauðsynlegt öryggi við innleiðingu 5G fjarskiptatækninnar.

Fræðsluefni um 5G

Hvað er 5G? 5G er fimmta og nýjasta kynslóð (e. generation - 5G) þráðlausra farsímaneta og kemur í framhaldi af 4G farsímanetinu. 5G býður m.a. upp á hraðara streymi gagna og minni tafir á gagnaflutningi. Hagnýting 5G tækninnar hefur í för með sér fjöldann allan af nýjum notkunarmöguleikum. 5G á Íslandi Innleiðing á 5G