Niðurstöður radonmælinga: Lítið af radoni á Íslandi
Undanfarið ár hafa Geislavarnir ríkisins staðið fyrir mælingum á geislavirku loftegundinni radon í híbýlum manna á Íslandi. Mælingarnar fóru þannig fram að sjálfboðaliðar víða um landið fengu senda til sín geislanema sem þeir komu fyrir heima hjá sér, á jarðhæð eða í kjallara. Nemarnir voru í söfnun í um það bil eitt ár og síðan sendir í aflestur. Niðurstöðurnar úr þeim aflestri voru að berast.