Starfsmenn Geislavarna á ráðstefnu NSFS
Nýlega sóttu sex starfsmenn Geislavarna 17. ráðstefnu Norræna geislavarnafélagsins, Nordisk selskap for strålevern (NSFS) í Hróarskeldu. Ráðstefnan stóð yfir í fjóra daga og hana sóttu um 120 manns frá 16 löndum. Starfmenn Geislavarna fluttu fimm erindi og birtu tvö veggspjöld á ráðstefnunni.