Starfsmenn Geislavarna á ráðstefnu NSFS

Nýlega sóttu sex starfsmenn Geislavarna 17. ráðstefnu Norræna geislavarnafélagsins, Nordisk selskap for strålevern (NSFS) í Hróarskeldu. Ráðstefnan stóð yfir í fjóra daga og hana sóttu um 120 manns frá 16 löndum. Starfmenn Geislavarna fluttu fimm erindi og birtu tvö veggspjöld á ráðstefnunni.

2016-11-04T07:24:00+00:0010.09.2015|Tags: , , , |Slökkt á athugasemdum við Starfsmenn Geislavarna á ráðstefnu NSFS

Ráðstefna IAEA um geislavarnir eftir Fukushima

Ráðstefna Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) um geislavarnir eftir kjarnorkuslysið í Fukushima hófst í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í dag og stendur til föstudags. Ráðstefnuna sækja um 300 sérfræðingar frá um 75 löndum og 12 alþjóðastofnunum. Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna ríkisins er forseti ráðstefnunnar.

2016-11-04T07:24:37+00:0017.02.2014|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Ráðstefna IAEA um geislavarnir eftir Fukushima

IRPA 13 – Allt ráðstefnuefni aðgengilegt á vefsetri ráðstefnunnar

Ráðstefna Alþjóðageislavarnasamtakanna (International Radiation Protection Association, IRPA) var haldin í Glasgow í maí á þessu ári. Nú eru öll ráðstefnugögn aðgengileg á vefsetri ráðstefnunnar.

2013-10-29T14:59:02+00:0029.10.2013|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við IRPA 13 – Allt ráðstefnuefni aðgengilegt á vefsetri ráðstefnunnar

Norrænn skipulagsfundur í Reykjavík vegna ráðstefnu um geislamælitækni

Gammagreining er tækni sem gegnir lykilhlutverki við að þekkja og meta magn geislavirkra efna. Samtökin norrænar kjarnöryggisrannsóknir (NKS) hafa undanfarin ár gengist fyrir ráðstefnum um þessa tækni og var sú síðasta haldin í Hveragerði sl. haust. Nú er nýlokið í Reykjavík undirbúningsfundi fyrir næstu ráðstefnu, en á henni verða m.a. kynntar niðurstöður samanburðarmælinga sem þátttakendum gefst í sumar kostur á að taka þátt í.

2013-04-02T14:47:17+00:0002.04.2013|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Norrænn skipulagsfundur í Reykjavík vegna ráðstefnu um geislamælitækni

Norræn ráðstefna um lærdóm af Fukushima slysinu

Norrænar kjarnöryggisrannsóknir (NKS) gengust fyrir ráðstefnu í Stokkhólmi þann 8.-9. janúar sl. um hvaða lærdóm Norðurlönd gætu dregið af slysinu í Fukushima. Á annað hundrað manns sótti ráðstefnuna og fyrirlesarar voru á þriðja tug, þar af þrír sem eru leiðandi í alþjóðlegu starfi á sviði geislavarna.

2020-12-18T15:15:14+00:0022.01.2013|Tags: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Norræn ráðstefna um lærdóm af Fukushima slysinu
Go to Top