Reglugerð um leysa í samráðsgátt
Drög að endurskoðaðri reglugerð heilbrigðisráðherra um leysa, leysibenda og IPL-tæki hefur verið birt til umsagnar í samráðsgátt. Nánar má lesa um heildarendurskoðunina og ástæður hennar á vef Stjórnarráðs Íslands.
Drög að endurskoðaðri reglugerð heilbrigðisráðherra um leysa, leysibenda og IPL-tæki hefur verið birt til umsagnar í samráðsgátt. Nánar má lesa um heildarendurskoðunina og ástæður hennar á vef Stjórnarráðs Íslands.
Geislameðferð Gammamyndavél í notkun Árið 1896 uppgötvaði Henri Becquerel geislavirkni efna og árið 1898 uppgötvaði Marie S. Curie og maður hennar Pierre Curie geislavirka frumefnið radín (e. radium), sem lengi var notað við geislalækningar.Geislavirkni er eiginleiki sumra atóma, en þau geta verið annað hvort stöðug eða óstöðug. Atóm eru stöðug ef það ríkir
Þann 1. febrúar sl. gaf Velferðarráðuneytið út nýja reglugerð um innflutning og notkun leysa, leysibenda og svokallaðra IPL-tækja (e. intense pulsed light). Helstu breytingar í þessari nýju reglugerð eru að nú nær hún einnig til svokallaðra IPL-tækja sem gefa frá sér sýnilegt ljós yfir MPE-öryggismörkum sem tiltekin eru í staðlinum ÍST EN 60825-1. Þá er ný grein (5. gr.) um læknisfræðilega notkun leysa og IPL tækja, sem nær einnig til notkunar þeirra í fegrunarskyni.
Þrjár nýjar reglugerðir um geislavarnir hafa verið gefnar út, eins og getið er í frétt á vef Geislavarna 14. janúar sl. Hér er fjallað um helstu breytingar á þeim.
Með nýjum reglugerðum, annars vegar um geislavarnir vegna notkunar geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun (1299/2015) og hins vegar um geislavarnir við notkun lokaðra geislalinda (1298/2015), breytast áherslur í eftirliti Geislavarna ríkisins með notkun geislatækja og geislavirkra efna. Eftirlitið tekur nú í ríkari mæli mið af þeirri áhættu sem notkuninni fylgir.
Gefnar hafa verið út þrjár nýjar reglugerðir sem settar eru með stoð í lögum nr. 44/2002 um geislavarnir með síðari breytingum og fjalla þær m.a. um hámörk þeirrar geislunar sem starfsmenn og almenningur mega verða fyrir vegna vinnu við geislun (bæði jónandi og ójónandi), geislavarnir vegna lokaðra geislalinda og geislavarnir vegna geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun.
Sendinefnd sérfræðinga frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA) heimsótti Ísland 24. til 26. júní síðastliðinn í því skyni að gera úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd geislavarna á Íslandi og veita ráðgjöf á því sviði. Geislavarnir ríkisins önnuðust undirbúning og skipulagningu úttektarinnar.
Þann 27. nóvember sl. voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um geislavarnir sem taka gildi um áramót. Markmiðið með breytingunum var að laga íslenska löggjöf á sviði geislavarna að breyttum alþjóðlegum áherslum.