Ný skýrsla: Vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins 2011

Geislavarnir ríkisins hafa birt skýrslu með niðurstöðum mælinga stofnunarinnar á styrk geislavirks sesíns í andrúmslofti, úrkomu, mjólk, lambakjöti, sjó, fiski, þangi ofl. á árinu 2011. Styrkur efnisins er í öllum tilvikum langt neðan þeirra marka sem miðað er við í milliríkjaviðskiptum með matvæli.