Vinnustofa um geislaskimun úr lofti
Í apríl sl. var haldin vinnustofa um geislamælingar úr lofti í Nevada í Bandaríkjunum. Fulltrúar Íslands voru frá Geislavörnum ríkisins og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Nauðsynlegt er að búa yfir búnaði, þekkingu og þjálfun til að skima eftir geislavirkum efnum á láði, legi og í lofti og var vinnustofa þessi liður í að auka og viðhalda hæfni á því sviði.