Könnun á notkun öflugra leysa og IPL tækja

Geislavarnir ríkisins standa um þessar mundir fyrir könnun á notkun öflugra leysa og IPL tækja á snyrtistofum. Slík tæki eru notuð í auknum mæli, en vegna þess að tækin geta valdið skaða á augum og húð krefst notkun þeirra sérstakrar þekkingar og þjálfunar þeirra sem þau nota.