Maísólin
Ætla má að óvenju margir séu útivið þessa dagana, ekki síst þeir fjölmörgu sem ganga að gosstöðvum á Reykjanesi. Rétt er að minna fólk á að varast að hafa húðina óvarða úti í sólinni lengur en í skamma stund. Á vef Geislavarna ríkisins má fylgjast með því hvernig svokallaður UV-stuðull fer nú hækkandi með hverjum degi hér á landi.