Maísólin

Ætla má að óvenju margir séu útivið þessa dagana, ekki síst þeir fjölmörgu sem ganga að gosstöðvum á Reykjanesi. Rétt er að minna fólk á að varast að hafa húðina óvarða úti í sólinni lengur en í skamma stund. Á vef Geislavarna ríkisins má fylgjast með því hvernig svokallaður UV-stuðull fer nú hækkandi með hverjum degi hér á landi.

2021-05-06T11:45:28+00:0006.05.2021|Tags: , , , |0 Comments

Sólin í sumarfríinu

Um þessar mundir er útfjólublár styrkur sólargeislunar í hámarki á Íslandi en það er svokallaðar UV-stuðull sem segir okkur til um styrk útfjólublárrar geislunar frá sólu. UV-stuðullinn er ekki aðeins breytilegur eftir árstíma heldur einnig yfir daginn og nær hann hámarki í kringum hálf tvö á daginn. Sé UV-stuðullinn 3 eða hærri þá er þörf á að verja sig fyrir geislum sólar. Sé stuðullinn 2 eða hærri þá getur verið þörf á sólarvörn ef verið er lengi úti í sólinni eða ef um viðkvæma húð er ræða. Daglega eru birtar tölur um áætlaðan styrk útfjólublárrar geislunar á Íslandi á vef Geislavarna á slóðinni uv.gr.is.

2019-07-22T23:54:59+00:0022.07.2019|Tags: , |0 Comments

Sól og UV geislun

Undanfarnar vikur hafa víða verið sólríkar og Veðurstofan spáir áframhaldandi sólskini um nánast allt land. Því er ekki úr vegi að minna á mikilvægi þess að forðast of mikla sól. Sólbruni veldur húðskemmdum sem geta leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni. 

2019-06-24T16:09:06+00:0013.06.2019|Tags: , |0 Comments