Með hækkandi sól 

Með vorinu hækkar sól á lofti og eykst þá styrkur útfjólublárrar geislunar frá sólu. Því er rétt að minna fólk á að varast að hafa húðina óvarða úti í sólinni lengur en í skamma stund. Við minnum sérstaklega á börnin í þessu sambandi en sólbruni veldur húðskemmdum sem geta leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni. 

Maísólin

Ætla má að óvenju margir séu útivið þessa dagana, ekki síst þeir fjölmörgu sem ganga að gosstöðvum á Reykjanesi. Rétt er að minna fólk á að varast að hafa húðina óvarða úti í sólinni lengur en í skamma stund. Á vef Geislavarna ríkisins má fylgjast með því hvernig svokallaður UV-stuðull fer nú hækkandi með hverjum degi hér á landi.

2021-05-06T11:45:28+00:0006.05.2021|Tags: , , , |0 Comments

Varist sólbruna

Þótt sumarið láti bíða eftir sér hér á landi, er rétt að minna ferðalanga á að fara varlega í sólinni. Sjálfsagt er að njóta sólargeislanna en engu að síður er nauðsynlegt að verja húðina. Þetta á sér í lagi við um þá sem hafa viðkvæma húð. Gæta skal að því að vera ekki lengi óvarinn í sól og skýla sér með klæðnaði eða sólarvörn til að forðast sólbruna. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar börn eiga í hlut.

2018-05-31T13:24:20+00:0031.05.2018|Tags: , |0 Comments

Áhugaverð frétt á vef Krabbameinsfélagsins

Þann 11. maí síðastliðinn birtist frétt á vef Krabbameinsfélagins þar sem fram kemur meðal annars að maí er alþjóðlegur árveknimánuður gegn sortuæxlum. Fréttina er að finna hér. Geislavarnir hafa einnig birt fræðsluefni um hættuna sem fylgir sólargeislum. Það má finna hér.

2016-11-04T07:24:03+00:0013.05.2015|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Áhugaverð frétt á vef Krabbameinsfélagsins

Ekki brenna þegar sólin kemur

Nú er að koma sá árstími þegar Íslendingar þurfa að gæta þess að brenna ekki á sólríkum dögum. Geislavarnir ríkisins birta daglega tölur um styrk útfjólublárrar geislunar á Íslandi á slóðinni uv.gr.is. Mestan hluta ársins er sól of lágt á lofti til að hætta sé á að fólk sólbrenni. Í lok apríl má búast við að styrkur útfjólublárrar geislunar (UV-index) fari í 3 og hækki síðan í 4–5 yfir sumarmánuðina.

2016-11-04T07:24:04+00:0022.04.2015|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Ekki brenna þegar sólin kemur