N-Kóreumenn sprengja enn

Laust fyrir kl. 3 í nótt sprengdu N-Kóreumenn kjarnorkusprengju á tilraunasvæði sínu nærri Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu. Mælingar úr vöktunarkerfi CTBTO (Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty Organisation) leiddu samstundis í ljós að um sprengingu hefði verið að ræða, en ekki jarðhræringar. Með geislamælum kerfisins mun síðan vera hægt að staðfesta á næstu dögum að um kjarnorkusprengingu hafi verið að ræða.

2017-03-08T10:56:43+00:0012.02.2013|Tags: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við N-Kóreumenn sprengja enn
Go to Top