Svæðisbundin geislaskammtaviðmið fyrir rannsóknir af börnum

Geislavarnastofnanir Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur hafa gefið út svæðisbundin geislaskammtaviðmið (regional diagnostic reference levels) fyrir röntgenrannsóknir og tölvusneiðmyndir af börnum.  Viðmiðin eru byggð á upplýsingum um geislaskammta sem safnað var 2018 – 2019. Geislaskammtaviðmiðin má finna í tveim greinum: Í Paediatric diagnostic reference levels for common radiological examinations using the European guidelines eru

Nýtt rit: Söfnun upplýsinga um geislaskammta í tölvusneiðmyndum

Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit: Söfnun upplýsinga um geislaskammta í tölvusneiðmyndum – leiðbeiningar fyrir notendur. Í ritinu er því lýst hvaða gögnum þarf að skila til Geislavarna ríkisins vegna söfnunar geislaskömmta í tölvusneiðmyndum.  Fjallað er í stuttu máli um geislaskammtastærðir, aðferð við gagnasöfnun og fyrir hvaða rannsóknir og ábendingar skila þarf upplýsingum. 

Röntgengeislun

Það var Wilhelm Conrad Röntgen, þýskur eðlisfræðingur, sem uppgötvaði röntgengeisla fyrstur manna þann 8. nóvember 1895 og tók fyrstu röntgenmyndina af hendi konu sinnar. Hann nefndi þessa nýju uppgötvun X-Strahlen eða X-rays.  Fyrsta röntgenmyndin Röntgenlampi er lofttæmt glerhylki með tveimur rafskautum. Í öðru þeirra er glóðarþráður tengdur við

2019-09-18T08:31:34+00:0008.06.2016|Tags: , , , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Röntgengeislun

HERCA yfirlýsing um stjórnun geislaálags við TS-rannsóknir

Nýlega var birt yfirlýsing á vefsetri HERCA (Samtök evrópskra geislavarnastofnana) um stjórnun geislaálags við tölvusneiðmyndarannsóknir (TS), þar á meðal hvernig stuðla megi að umbótum með menntun og þjálfun starfsmanna og um hlutverk framleiðenda. Yfirlýsingin var samþykkt til birtingar á 14. fundi HERCA 2014.

2016-11-04T07:23:54+00:0021.10.2015|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við HERCA yfirlýsing um stjórnun geislaálags við TS-rannsóknir

Framkvæmd röntgenrannsókna

Við röntgenmyndgerð eru það oftast geislafræðingar sem stjórna röntgenbúnaðinum. Þeir velja rétt svæði á líkamanum og stöðu hans fyrir hverja rannsókn, en um leið gæta þeir þess að geislaskammtur sjúklings við myndatökuna verði eins lítill og frekast er unnt. Sérstaklega er mikilvægt að takmarka stærð þess svæðis sem geislað er á eins og mögulegt er,

Samstarf geislavarnayfirvalda og iðnfyrirtækja í Evrópu

Í sameiginlegri yfirlýsingu Samtaka evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) og Evrópusamtaka iðnfyrirtækja á sviði heilbrigðistækni (COCIR), sem gefin var út þann 17. júní sl., kemur fram að með þeim er virkt og öflugt samstarf sem hefur að markmiði að draga úr geislaálagi sjúklinga vegna notkunar tölvusneiðmyndatækja við greiningu og lækningu sjúkdóma.

2016-11-04T07:24:25+00:0030.06.2014|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Samstarf geislavarnayfirvalda og iðnfyrirtækja í Evrópu

Nýtt fréttarit um geislavarnir í læknisfræði – EMAN

Nýlega var gefið út 3ja fréttaritið á vegum EMAN verkefnisins um geislavarnir vegna læknisfræðilegrar notkunar geislunar. Efni fréttabréfsins að þessu sinni er að mestu um þætti er varða notkun tölvusneiðmyndatækja. Fyrsta fréttabréf EMAN kom út í febrúar á þessu ári og gaf fyrst og fremst yfirlit yfir þau verkefni sem unnið er að innan EMAN

2016-11-04T07:24:45+00:0001.11.2013|Tags: , , , |Slökkt á athugasemdum við Nýtt fréttarit um geislavarnir í læknisfræði – EMAN