Ný skýrsla UNSCEAR

Í nýrri skýrslu UNSCEAR er m.a. lýsing á aðferðafræði þeirra við mat á geislaskömmtum vegna raforkuframleiðslu. Einnig er fjallað um rannsókn þar sem sama aðferðafræði var notuð til að meta geislaskammta vegna raforkuframleiðslu ársins 2010. Í skýrslunni er einnig lagt mat á líffræðileg áhrif svokallaðrar innri uppsprettu geislunar. Þar er áherslan á þrívetni annars vegar og samsætur úrans hins vegar.

2017-03-03T13:07:36+00:0003.03.2017|Tags: , |0 Comments

Fimm ár frá hamförunum í Japan

Um þessar mundir er þess víða minnst að liðin eru fimm ár frá náttúruhamförunum þegar gríðarstór jarðskjálfti skók Japan og há flóðbylgja skall á landinu í kjölfarið. Af þessu hlutust sem kunnugt er skemmdir á kjarnorkuverinu í Fukushima Daiichi með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið á staðnum, sem enn sér ekki fyrir endann á.

2016-09-01T06:11:50+00:0016.03.2016|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Fimm ár frá hamförunum í Japan

Ný skýrsla UNSCEAR um magn og áhrif geislunar í kjölfar Fukushima-slyssins

Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um áhrif kjarnorkugeislunar (United Nations Scientific Committee on the Effects of Atomic Radiation, UNSCEAR) hefur gefið út ítarlega skýrslu um mat á magni og áhrifum geislunar í kjölfar skemmda á Fukushima-Daiichi kjarnorkuverinu í mars 2011.

2014-04-07T09:20:47+00:0007.04.2014|Tags: , |Slökkt á athugasemdum við Ný skýrsla UNSCEAR um magn og áhrif geislunar í kjölfar Fukushima-slyssins

Öðrum áfanga mats á náttúrulegri geislun lokið

Geislavarnir ríkisins vinna að heildstæðu mati á geislaálagi almennings vegna geislunar af náttúrulegum toga. Nýverið lauk einum áfanga þessa verkefnis, en í honum voru gerðar mælingar á gammageislun á víðavangi og nemum komið fyrir í hús til að mæla radongas í híbýlum.

2017-12-15T09:33:10+00:0029.01.2013|Tags: , , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Öðrum áfanga mats á náttúrulegri geislun lokið

Norræn ráðstefna um lærdóm af Fukushima slysinu

Norrænar kjarnöryggisrannsóknir (NKS) gengust fyrir ráðstefnu í Stokkhólmi þann 8.-9. janúar sl. um hvaða lærdóm Norðurlönd gætu dregið af slysinu í Fukushima. Á annað hundrað manns sótti ráðstefnuna og fyrirlesarar voru á þriðja tug, þar af þrír sem eru leiðandi í alþjóðlegu starfi á sviði geislavarna.

2020-12-18T15:15:14+00:0022.01.2013|Tags: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Norræn ráðstefna um lærdóm af Fukushima slysinu
Go to Top