Norrænar geislamælingar í Hvíta-Rússlandi
Birt hefur verið lokaskýrsla verkefnis sem Geislavarnir voru aðili að, en það fól m.a. í sér mælingar á geislavirku úrfelli í sunnanverðu Hvíta-Rússlandi í september sl. Verkefnið var fjármagnað af Norrænum kjarnöryggisrannsóknum (NKS).