Útfjólublá geislun, kórónaveiran og COVID–19 sjúkdómurinn
Vegna nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónaveirunni telja Geislavarnir ríkisins rétt að hnykkja á nokkrum staðreyndum um útfjólubláa (UV) geislun og áhrif hennar á veirur. UV geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónaveirunni eða COVID-19 sjúkdóminum og ber að vara eindregið við því að reyna slíkt.