Útfjólublá geislun, kórónaveiran og COVID–19 sjúkdómurinn

Vegna nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónaveirunni telja Geislavarnir ríkisins rétt að hnykkja á nokkrum staðreyndum um útfjólubláa (UV) geislun og áhrif hennar á veirur. UV geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónaveirunni eða COVID-19 sjúkdóminum og ber að vara eindregið við því að reyna slíkt.

2020-04-28T15:39:48+00:0024.04.2020|Tags: , , , |0 Comments

Útfjólublá geislun sólar á árinu 2015 hefur ekki verið mikil hingað til

Á vef Geislavarna er fylgst með reiknuðum styrk útfjólublárrar geislunar yfir Reykjavík og Egilsstöðum (sjá uv.gr.is). Nú, þegar sól er tekin að lækka á lofti hefur UV-stuðullinn aðeins einu sinni farið í 6. Það gerðist 19. júní á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Sá dagur var ekki mjög sólríkur og líklega hafa fáir á íslandi orðið varir við að geislunin væri sterkari en vanalega (UV-stuðull 5 er venjulegur).

2016-11-04T07:24:01+00:0024.06.2015|Tags: , , , |Slökkt á athugasemdum við Útfjólublá geislun sólar á árinu 2015 hefur ekki verið mikil hingað til
Go to Top