Úttekt IAEA á geislavörnum á Íslandi

Sendinefnd sérfræðinga frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA) heimsótti Ísland 24. til 26. júní síðastliðinn í því skyni að gera úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd geislavarna á Íslandi og veita ráðgjöf á því sviði. Geislavarnir ríkisins önnuðust undirbúning og skipulagningu úttektarinnar.