Með hækkandi sól 

Með vorinu hækkar sól á lofti og eykst þá styrkur útfjólublárrar geislunar frá sólu. Því er rétt að minna fólk á að varast að hafa húðina óvarða úti í sólinni lengur en í skamma stund. Við minnum sérstaklega á börnin í þessu sambandi en sólbruni veldur húðskemmdum sem geta leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni. 

Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára

Hlutfall fullorðinna sem höfðu notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum er nú annað árið í röð um 6%, miðað við um 11% árið 2019. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Hlutfall þeirra sem höfðu notað ljósabekki var hæst hjá aldursbilinu 18 – 24

Maísólin

Ætla má að óvenju margir séu útivið þessa dagana, ekki síst þeir fjölmörgu sem ganga að gosstöðvum á Reykjanesi. Rétt er að minna fólk á að varast að hafa húðina óvarða úti í sólinni lengur en í skamma stund. Á vef Geislavarna ríkisins má fylgjast með því hvernig svokallaður UV-stuðull fer nú hækkandi með hverjum degi hér á landi.

2021-05-06T11:45:28+00:0006.05.2021|Tags: , , , |0 Comments

Ljósabekkjum fjölgar lítillega

Geislavarnir ríkisins hafa nýlokið talningu á fjölda ljósabekkja sem almenningi er seldur aðgangur að. Lítilleg aukning hefur orðið á heildarfjölda ljósabekkja frá síðustu talningu sem fór fram árið 2017. Geislavarnir ráða fólki eindregið frá því að nota ljósabekki enda fylgir notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini.

2021-01-12T21:18:51+00:0012.01.2021|Tags: , |0 Comments

Norrænt samstarf um ójónandi geislun

Á síðustu vikum hafa geislavarnastofnanir Norðurlandanna haldið rafræna vinnustofu um ójónandi geislun. Lykilfyrirlesararnir voru Dr. Eric van Rongen varaforseti Alþjóða geislavarnarráðsins fyrir ójónandi geislun (ICNIRP) og Dr. Emilie van Deventer yfirmaður geislunar og heilsu hjá Alþjóða heilbrigiðismálastofnuninni (WHO). Þá hittust norrænir vinnuhópar um rafsegulsvið (EMF), leysa, útfjólubláa geislun (UV) og notkun ójónandi geislunar í fegrunarskyni, og fóru yfir helstu málin á hverju sviði. Þátttakendur voru sammála um að vinnustofan hefði tekist vel. Því má ætla að norrænt samstarf muni í auknum mæli fara fram í gegnum fjarfundarbúnað og vonandi stuðla að því að gera gott samstarf enn betra.

2020-10-12T13:42:39+00:0012.10.2020|Tags: , , |0 Comments

Útfjólublá geislun, kórónaveiran og COVID–19 sjúkdómurinn

Vegna nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónaveirunni telja Geislavarnir ríkisins rétt að hnykkja á nokkrum staðreyndum um útfjólubláa (UV) geislun og áhrif hennar á veirur. UV geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónaveirunni eða COVID-19 sjúkdóminum og ber að vara eindregið við því að reyna slíkt.

2020-04-28T15:39:48+00:0024.04.2020|Tags: , , , |0 Comments

Ljósabekkjanotkun á Íslandi óbreytt á milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Niðurstöðurnar sýndu að um 11% fullorðinna höfðu notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum, en ekki reyndist vera marktækur munur á ljósabekkjanotkuninni á milli ára. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega frá árinu 2004. Á þessu tímabili hefur dregið mjög verulega úr notkun ljósabekkja. Fólki er ráðlagt að nota ljósabekki ekki vegna aukinnar hættu á húðkrabbameini.