Á síðustu vikum hafa geislavarnastofnanir Norðurlandanna haldið rafræna vinnustofu um ójónandi geislun. Lykilfyrirlesararnir voru Dr. Eric van Rongen varaforseti Alþjóða geislavarnarráðsins fyrir ójónandi geislun (ICNIRP) og Dr. Emilie van Deventer yfirmaður geislunar og heilsu hjá Alþjóða heilbrigiðismálastofnuninni (WHO). Þá hittust norrænir vinnuhópar um rafsegulsvið (EMF), leysa, útfjólubláa geislun (UV) og notkun ójónandi geislunar í fegrunarskyni, og fóru yfir helstu málin á hverju sviði. Þátttakendur voru sammála um að vinnustofan hefði tekist vel. Því má ætla að norrænt samstarf muni í auknum mæli fara fram í gegnum fjarfundarbúnað og vonandi stuðla að því að gera gott samstarf enn betra.