Umfangsmikil æfing í vettvangsrannsókn

Hafin er í Jórdaníu æfing í vettvangsrannsókn til að sannreyna hvort gerð hafi verið tilraun með kjarnorkuvopn. Æfing þessi er sú umfangsmesta sinnar tegundar til þessa. Vettvangsrannsókn (e: On-site inspection) er lokaúrræði sem gert er ráð fyrir í alþjóðasamningi um allsherjarbann við kjarnorkutilraunum (CTBT).