Viðbragðsáætlun vegna CBRNE atvika

Lokið er gerð fyrstu útgáfu Viðbragðsáætlunar vegna CBRNE atvika (Chemical, Biological, Radiological, Nuclear, Explosives) en undir þessa skilgreiningu flokkast atvik er varða lýðheilsuógnir af völdum efnamengunar, sýkla og geislunar. Markmið áætlunarinnar er að auka almenna og sérhæfða þekkingu á atvikum af þessum toga og tryggja þannig hnökralaus viðbrögð í þeim tilgangi að lágmarka áhrif smits/mengunar/geislunar og annarra óvæntra atvika og vernda þannig lýðheilsu og umhverfi.