Handbók fyrir viðbragðsaðila, hættuleg efni – CBRNE

Lokið er við að þýða og staðfæra handbók fyrir viðbragðsaðila um CBRNE atvik. Þessi handbók er afurð norræns samstarfsverkefnis, sem byggir á Haga yfirlýsingunni og var gerð af fulltrúum slökkviliða, björgunarsveita, heilbrigðisstofnana og lögreglu í Svíþjóð og í Noregi. Íslenska útgáfan er aðgengileg á vef embættis landlæknis. Henni er ætlað að vera stuðningur við starf íslenskra viðbragðsaðila frá því útkall berst og þar til allra fyrstu verkefnum á vettvangi er lokið.