Atvik í kjarnorkuveri í Finnlandi

Um hádegisbil fimmtudaginn 10. desember kom upp atvik í ofni 2 í Olkiluoto kjarnorkuverinu á vesturströnd Finnlands. Hátt geislasvið mældist í gufuleiðslu og slökkt var á ofninum vegna þessa. Við skoðun kom í ljós að plastefni brotnaði úr síum í vatnleiðslum sem liggja að eldsneyti kjarnaofnsins. Þegar plastefnið ferðaðist í gegnum gufulagnirnar mældist hækkað

2020-12-15T14:35:33+00:0010.12.2020|Tags: , |0 Comments

Viðbúnaður

Viðbúnaður Í lögum um geislavarnir segir m.a. að Geislavarnir ríkisins skuli annast „geislunarlegan þátt viðbúnaðar við hvers kyns geislavá, m.a. greiningu á ógn af hennar völdum, samhæfingu viðbúnaðar við alþjóðleg viðmið, rekstur viðbúnaðar- og geislamælikerfa og annað því tengt“. Þessu hlutverki sinna Geislavarnir með uppbyggingu og viðhaldi hæfni á sviði viðbúnaðar. Þá segir

2021-02-10T14:13:31+00:0008.06.2016|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Viðbúnaður

Almennt um viðbúnað

Viðbúnaður Geislavarna ríkisins miðast við að geta brugðist við ógnum frá geislun sem gætu ógnað lífi, heilsu eða umhverfi. Geislavá vegna notkunar geislavirkra efna á Íslandi getur m.a. skapast vegna slysa, meðhöndlunar af vanþekkingu og förgunar af vangá. Geislavá á Íslandi, bein eða óbein, getur einnig orðið vegna t.d. kjarnorkuslysa í lögsögu Íslands eða erlendis.

2016-08-10T09:27:58+00:0020.06.2014|Tags: , , |0 Comments

Nokkur stoðrit um viðbúnað

Protective Measures in Early and Intermediate Phases of a Nuclear or Radiological Emergency. Nordic Guidelines and Recommendations. - Sameiginlegar leiðbeiningar Norðurlanda um varnir gegn geislavá GS-R-2, Preparedness and Response for a Nuclear or Radiological Emergency (Safety Requirements) - Grunnkröfur um viðbúnað við geislavá. EPR-METHOD 2003  Method for Developoing Arrangements for a Response to a Nuclear

Norðurlönd og Eystrasaltsríkin æfa viðbrögð við kjarnorkuslysi

Kjarnorkuslysaæfingar eru mikilvægar til að þróa, þjálfa og prófa viðbrögð við hugsanlegum slysum. Slík æfing var haldin fimmtudaginn 14. mars sl. í Finnlandi. Hin Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin nýttu sér hana til að æfa viðbrögð við kjarnorkuslysi í grannríki og ekki síst þá samvinnu á milli landanna sem er nauðsynleg. Töluverður tími, jafnvel margir dagar, myndi líða frá slíku slysi þar til geislavirk efni frá því gætu borist hingað til lands. Það er samt mikilvægt samhæfa frá fyrstu stundu mat og ráðgjöf á Íslandi því sem gert er annars staðar á Norðulöndum. Formlegt mat á æfingunni í heild mun liggja fyrir í sumar, en þegar er ljóst að hún nýttist vel við styrkingu viðbúnaðar á þessu sviði hérlendis.

2013-03-19T14:52:49+00:0019.03.2013|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin æfa viðbrögð við kjarnorkuslysi
Go to Top