Ný matsskýrsla AMAP um geislavirkni á Norðurskautssvæði

AMAP (Arctic Monitoring and Assessment Programme) er vinnuhópur vísindamanna sem starfar á vegum Norðurskautsráðsins. Hlutverk hans er að veita upplýsingar um ástand náttúru á Norðurskautssvæði og ógnir sem að henni steðja, sem og að veita stjórnvöldum ráðgjöf á vísindalegum grunni um aðgerðir til verndunar og forvarna í tengslum við mengun og varnir gegn áhrifum loftslagsbreytinga.

2016-11-04T07:23:39+00:0018.10.2016|Tags: , , , |0 Comments

Vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins 2013-2014

Gefin hefur verið út ný skýrsla á vef Geislavarna: Vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins 2013 og 2014 / Radioactivity in the environment and food in Iceland 2013 and 2014. Í henni eru teknar saman niðurstöður reglubundinna mælinga Geislavarna ríkisins á styrk geislavirks sesíns í andrúmslofti, úrkomu, mjólk, lambakjöti, sjó, fiski, þangi ofl. umrædd ár. Einnig eru í skýrslunni birt myndrit sem sýna allviðamiklið yfirlit yfir vöktunarmælingar stofnunarinnar allt frá 1986 og má þar greina hve styrkur Cs-137 í nokkrum flokkum sýna hefur lækkað frá upphafi mælinga.

2016-11-04T07:24:10+00:0027.02.2015|Tags: , , , |Slökkt á athugasemdum við Vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins 2013-2014
Go to Top