Geislavarnir fá ISO 9001 vottun staðfesta

Geislavarnir ríkisins fengu í síðustu viku staðfesta ISO 9001 gæðavottun. Vottunin er faggild og vottunaraðilinn er BSI (British Standards Institute).  Í þessu felst að BSI staðfestir að öll starfsemi Geislavarna er samkvæmt ISO 9001:2008 gæðastjórnunarstaðlinum. Vottunin tekur til allra þátta í starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Geislavarnir fengu fyrst vottun fyrir alla starfsemi sína árið 2008,