Úr veggspjaldi "Hættan er ljós"

Úr veggspjaldi “Hættan er ljós”

Nú er að koma sá árstími þegar Íslendingar þurfa að gæta þess að brenna ekki á sólríkum dögum.

Geislavarnir ríkisins birta daglega tölur um styrk útfjólublárrar geislunar á Íslandi á slóðinni uv.gr.is. Mestan hluta ársins er sól of lágt á lofti til að hætta sé á að fólk sólbrenni. Í lok apríl má búast við að styrkur útfjólublárrar geislunar (UV-index) fari í 3 og hækki síðan í 4–5 yfir sumarmánuðina.

Undanfarna daga hefur styrkur útfjólublárrar geislunar hækkað í 3 á sólskinsdögum og gera má ráð fyrir áframhaldandi hækkun, m.a. á sumardaginn fyrsta. Því er fólki bent á að varast að vera með óvarða húð úti í sólinni í langan tíma.

Margir sólbrunar stafa af því að fólk er viljandi að leitast við að verða brúnt. Í árþúsundir þótti það hinsvegar ekki fagurt að konur væru sólbrúnar. Á fornum myndum eru karlar venjulega sólbrúnir en húð kvenna er ljós, samanber rómverk-grísku mósaíkmyndina hér að neðan (myndin er tekin af vef BBC og er frá safni í Antakya Tyrklandi).

Rómverjar (mynd: BBC)

Rómverjar (mynd: BBC)