Árlega birtir sænskur sérfræðingahópur skýrslu um nýjustu rannsóknir á sviði rafsegulsviða og heilbrigði manna. Á síðastliðnu ári lauk meðal annars hinni svokölluðu INTERPHONE rannsókn, sem var mjög stór evrópsk rannsókn á áhrifum farsímanotkunar í mörgum löndum. Í skýrslunni eru m.a. niðurstöður þeirrar rannsóknar og fleiri rannsókna túlkaðar. Ekki er talið að neikvæð heilsufarsáhrif hafi komið fram.

Í skýrslunni er stutt yfirlit um það sem helst hefur vakið áhuga vísindamanna á nýliðnu ári. Þar á meðal er umræða um hugsanleg en óstaðfest tengsl Alzheimer við segulsvið á lágum tíðnum og um áhrif veikra rafsegulsviða á rafsvið í heila (EEG) sem þó virðast hvorki skaðleg né valda neinum breytingum á hegðun. Einnig eru nefndar niðurstöður INTERPHONE rannsóknarinnar,

Sænsku geislavarnirnar segja um niðurstöður sérfræðinganna að enn sé óvissa um langtímaáhrif farsímanotkunar og í varúðarskyni er áfram mælt með notkun handfrjáls búnaðar og að menn haldi farsíma frá höfðinu þegar talað er í hann.

Svíar mæla áfram með því að reynt sé að takmarka segulsvið á lágri tíðni á heimilum og í skólum þegar það er hægt með einföldum og ódýrum hætti.

Sjá fréttatilkynningu frá sænsku geislavörnunum (texti á sænsku)

Sjá sérfræðingaskýrslu (texti á ensku)