Jarðskjálftinn í Japan á föstudaginn og eftirfylgjandi flóðbylgja, eldsvoðar og annað er hörmulegur atburður og afleiðingarnar eru smátt og smátt að koma í ljós. Í fréttum hefur komið fram að Íslendingarnir í Japan séu heilir á húfi, en Geislavarnir ríkisins vilja votta þeim sem hafa misst ættingja og/eða vini samúð sína.

Eins og hefur komið fram í fyrri fréttum Geislavarna, föstudaginn 11. mars og laugardainn 12. mars, þá einbeitir stofnunin sér að mati geislunaráhættu vegna áhrifa skjálftans á kjarnorkuver í Japan. Við matið hefur verið stuðst við upplýsingar frá Alþjóðakjarnorkumálastofnunni (IAEA) auk þess sem komið hefur fram í ýmsum fréttamiðlum.  Geislavarnir eru í samvinnu við Borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofuna vegna þessa máls.


Samtekt í dagslok kl. 24

Ekkert nýtt hefur komið fram undanfarinn hálfan sólarhring í opinberum tilkynningum eða fréttum sem breytir þeirri ástandslýsingu sem gefin var kl. 11 (sjá hér að neðan): Það er enn engin ástæða til að ætla að geislavirk efni berist til umhverfis í því magni að heilsufarsleg hætta stafi af.  Þetta er einnig niðurstaða mats allra annarra geislavarnastofnana á Norðurlöndum, sjá viðbót hér að neðan sem var sett inn kl. 15.

Í sumum fjölmiðlum (þ.á.m. mörgum erlendum) hefur þess misskilnings gætt að sprenging hafi orðið í kjarnakljúf (enska: reactor) og það hafi jafnvel verið orsök þess að geislavirk efni hafi dreifst til umhverfis.  Svo er alls ekki.  Ofhitnun í kjarnakljúf hefur væntanlega orðið til þess að eldsneytisstengur skemmdust, frá þeim bárust geislavirk efni um kjarnakljúfinn og smávægilegt magn slapp til umhverfis þegar minnka þurfti þrýsting sem hafði byggst upp inni í kljúfnum með því að hleypa lofttegundum út.  Við það náði vetni að safnast saman (væntanlega uppi undir þaki byggingarinnar („building housing reactor 1″) og eftir blöndun með súrefni sprakk það og olli skemmdum á byggingunni.  Kjarnakljúfurinn með geislavirku efnunum var hins vegar óskemmdur.  Hugsanleg hætta á hliðstæðri efnafræðilegri sprengingu í byggingu utan um annan kjarnakljúf er heldur ekki líkleg til að valda skemmdum á kjarnakljúfnum.

Nánari fróðleik um kjarnakljúfa og kjarnoruver má finna hér.

Á fréttavef BBC hefur nú verið sett ágæt lýsing á því sem gerðist í Fukushima-1 kjarnorkuverinu og hvernig sprengingin varð í sömu byggingu og kjarnakljúfurinn en ekki inni í honum (kjarnakljúfurinn sjálfur var því óskemmdur): What went wrong at Fukushima?

http://www.bbc.co.uk/news/world-asia-pacific-12726591

Síðdegis var sagt í fréttum að geislavirk efni hefðu einnig losnað frá kjarnorkuverinu í Onagawa.  Það var síðan dregið til baka, enda álitið að þar hafi verið um skammvinna hækkun að ræða vegna efnanna sem sleppt var frá Fukushima.


Ástand kl. 11:  Tilkynnt hefur verið að sprenging geti orðið í einingu númer 3 svipað og í gær, það þarf þó ekki að leiða til þess að geislavirk efni berist til umhverfis.

Nú hefur verið tilkynnt að kæling í Fukushima-1 kjarnakljúf númer 3 hafi einnig brugðist og verið sé að bregðast við því.  Það geti leitt til sprengingar með svipuðum hætti og gerðist í gær.  Áhættan felst í því að vatnssameindin er samsett úr vetni og súrefni.  Við mikinn hita getur vatn sundrast í frumeindir sínar, vetni og súrefni.  Sú blanda er hins vegar sprengifim og það virðist vera orsök sprengingarinnar sem varð í gær og þeirrar sem sagt er að gæti orðið nú.  Slík sprenging gæti skemmt bygginguna eins og gerðist í gær, en hún væri ekki líkleg til að skemma sjálfan kjarnakljúfinn frekar en þá.  Ef kæling gengur illa og eldsneytisstangir skemmast vegna ofhitnunar („nuclear meltdown“, eins og það hefur verið nefnt í erlendum fréttum), þá geta geislavirk úrgangsefni komist út úr stöngunum og lokaða kúpu kjarnakljúfsins.  Ef engar frekari skemmdir verða, þá eiga efnin ekki að sleppa út úr lokaðri kúpu kjarnakljúfsins.  Enn sem komið er eru engar vísbeningar um að umtalsvert magn efna  hafi sloppið til umhverfis vegna bilunarinnar í kjarnakljúf númer 1.  Mælanleg aukning hefur verið, en þó það lítil að heilsufarsleg áhrif eru hverfandi.

Fjölmargt fólk hefur verið flutt hefur verið flutt á brott af skilgreindum öryggissvæðum umhverfis kjarnorkuverið og leiðbeiningar um inntöku á joðtöflum eru sagðar hafa verið gefnar.  Þetta eru hvort tveggja almennar varúðarráðstafanir sem gripið er til þegar áhætta í grennd við kjarnorkuver fer yfir ákveðin mörk.  Eitt sér er þetta því ekki vísbending um að geislavirk efni muni berast til umhverfis.

Þótt ástand í kjarnorkuverinu sé greinilega enn alvarlegt, þá eru samt engar vísbendingar um það enn að geislavirk efni muni berast til umhverfis í því magni að það hafi marktækar heilsufarslegar afleiðingar.  Vonandi er að svo verði, vandi Japana er ærinn fyrir.  Geislavarnir ríkisins munu halda áfram að fylgjast með þróun mála og uppfæra þessar upplýsingar eftir þörfum.

 

Flokkun afleiðinga bilunarinnar, almenn flokkun kjarnorkuslysa (INES)

Áhrif geislunarslysa eru metin með svokölluðum INES kvarða.  Áhrif bilunarinnar í kjarnakljúf 1 hafa verið metin 4 á þessum kvarða.  Það er lægsta stigið sem flokkað er sem slys (accident), það sem er þar fyrir neðan teljast atvik (incident).  Slys í flokki 4 eru slys með staðbundin áhrif, til þeirra teljast slys þar sem eldsneytisstangir skemmast vegna ofhitnunar.  Mikill munur er á milli flokka.  Slysið í kjarnorkuverinu á Þriggja-mílna-eyju (Three Mile Island) í Bandaríkjunum 1979 telst í flokki 5 og slapp þó þá lítið af geislavirkum efnum til umhverfis.  Slysið í Tjernóbyl 1986 er í flokki 7, hámarki kvarðans.  Nánari upplýsingar um INES kvarðann (pdf-skjal á ensku, 4 bls.)


Viðbót kl. 15:  Mat annarra norrænna geislavarnastofnana sama og mat Geislavarna.

Á geislavarnastofnunum annarra Norðurlanda hefur verið lagt mat á ástandið í Fukushima kjarnorkuverinu og er það mat í stöðugri endurnýjun. Stofnanirnar skiptust á upplýsingum um ástandsmat og ráðgjöf til almennings nú síðdegis.  Niðurstöður þeirra allra eru svipaðar og ber saman við mat Geislavarna ríkisins.  Hér að neðan eru tilvísanir í vefsetur þessara stofnana og gefin dæmi um niðurstöður sem þar er að finna.  Almennt er ekki talin hætta á alvarlegri geislamengun umhverfis og fólki sem er statt í Japan er ráðlagt að fylgja leiðbeiningum þarlendra yfirvalda.

Danmörk:

  • Hvis man befinder sig i Japan eller påregner at rejse til landet, skal man følge de japanske myndigheders anvisninger, og rejser skal ske i henhold til Udenrigsministeriets rejsevejledninger.
  • Med de nuværende oplysninger om situationen på værket vurderes det, at der ikke er risiko for større udslip til omgivelserne.

http://www.beredskabsstyrelsen.dk/

 

Svíþjóð:

  • Men enligt den information vi har just nu, är inneslutningen fortfarande intakt.  Att inneslutningen är intakt, innebär att även om härden smälts hålls de radioaktiva ämnena innanför inneslutningen.
  • Strålsäkerhetsmyndigheten uppmanar svenskar i Japan att följa de japanska myndigheternas rekommendationer.  De japanska myndigheterna har förstahandsinformation om läget, och vi ser ingen anledning att utifrån strålsäkerhetsperspektivet göra någon annan bedömning.

http://www.ssm.se

 

Noregur:

  • Strålevernet har tillit til japanske myndigheters håndtering av situasjonen. De har best kompetanse og innsikt i utviklingen av situasjonen og er de som best ivaretar befolkningen. Vi anbefaler at nordmenn i området følger med på medier og forholder seg til anbefalingene fra japanske myndigheter.
  • En alvorlig forverring av situasjonen er lite sannsynlig ut fra den informasjonen vi har, men kan ikke utelukkes. Jo lengre tid siden reaktorene ble avstengt, reduserer faren for en alvorlig forverring av situasjonen. Ev. ukontrollerte utslipp vil også være mindre.
  • Hvis en alvorlig forverring skjer nå, vil vindretningen føre til at utslippet blåser ut over havet og ikke vil berøre Japan i betydelig grad.

http://www.nrpa.no

 

Finnland:

  • Enligt de uppgifter som inkommit till STUK har inmatningen av vatten med tillfälliga lösningar hittills lyckats och situationen vid enheterna ett och tre har stabiliserats. Undantagssituationen fortsätter emellertid vid anläggningsenheterna, eftersom man tills vidare inte lyckats återställa eltillförseln till nödsystemen

http://www.stuk.fi/index_sv.html

 

 

Sigurður Emil Pálsson, sep@gr.is

 

 

Nánari upplýsingar:

Samantekt IAEA um ástandið, sem birt var kl. 1:35 í nótt að íslenskum tíma:

http://www.iaea.org/newscenter/news/tsunamiupdate01.html

 

Vefsetur Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar

http://www.iaea.org/

 

Japanska fréttastofan NHK (fréttir á ensku): 

http://www3.nhk.or.jp/daily/english/index.html