Innan Evrópusambandsins hefur verið mótað form og kerfi til að miðla niðurstöðum geislunartengdra mælinga í rauntíma eða með sem minnstri seinkun.  Þetta kerfi er nefnt EURDEP (European Radiological Data Exchange Platform).  Ríkjum utan Evrópusambandsins er einnig boðin aðild að kerfinu, þau ríki sem eru reiðubúin að leggja fram gögn inn í kerfið fá aðgang að gögnum allra annarra ríkja í kerfinu.  Ísland á nú aðild að þessu samstarfi.  Hægt er að nálgast gögn annarra ríkja og önnur ríki hafa aðgang að gögnum héðan.

Eurdep kerfið

Fylgjast má með geislavirkni í andrúmslofti víðsvegar í Evrópu á gagnvirku Evrópukorti Evrópusambandsins.