Fyrir einu og hálfu ári var birt hér frétt um stefnubreytingu í notkun geislahlífa á sjúklinga í Bretlandi.  Síðan hefur notkun geislahlífa á sjúklinga verið þó nokkuð til umræðu, bæði í Evrópu og annars staðar.

Í janúar síðastliðnum sendi Geislavarnaráð Bandaríkjanna (NCRP) frá sér yfirlýsingu þar sem mælt er með því að notkun geislahlífa fyrir kynkirtla sé hætt.  Hér má lesa yfirlýsinguna og skoða bækling sem gefinn var út í kjölfarið.

Síðastliðið vor gerði Ólöf Eir Jónsdóttir geislafræðingur lokaverkefni um notkun geislavarna á sjúklinga í röntgenrannsóknum á myndgreiningardeildum Íslands. Þar kom í ljós að notkun blývarna (geislahlífa) var æði misjöfn og var dregin sú ályktun að nýjar leiðbeiningar gætu verið gagnlegar til þess að bæta samræmi í notkun blývarna meðal geislafræðinga á Íslandi.

Núna hefur verið stofnaður vinnuhópur sérfræðinga í Evrópu; Gonad and Patient Shielding (GAPS), en í honum er fólk frá a) European Federation of Organisations for Medical Physics (EFOMP), b) EuroSafe Imaging initiative hluta European Society of Radiology (ESR), c) the European Federation of Radiographers Societies (EFRS), d) EURADOS og e) the BIR.

Fjallað var um stofnun vinnuhópsins í grein í Physica Medica fyrr á þessu ári, og í því tímariti birtist einnig nýlega yfirlitsgrein um efnið.

Geislavarnir ríkisins fylgjast grannt með þróun þessara mála í Evrópu og á alþjóðavettvangi.