Samkvæmt áliti vísindanefndarinnar eru ljósabekkir líklegir til að auka hættu á myndun sortuæxla í húð. Þess vegna ætti fólk í þekktum áhættuhópum ekki að nota ljósabekki í fegrunarskyni. Í þeim hópum er fólk sem hætt er við sólbruna, fólk sem getur illa orðið sólbrúnt, er með mikið af freknum, óvenjulega eða mikla fæðingarbletti eða með sortuæxli í ættinni. Sömuleiðis ættu einstaklingar undir 18 ára aldri ekki að nota ljósabekki þar sem hættan á myndin sortuæxla virðist vera sérlega mikil á unga aldri.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skorar á aðildarlönd sín og ljósabekkjaframleiðendur að tryggja að viðeigandi varúðarmerkingar og leiðbeiningar fylgi ljósabekkjum til að koma í veg fyrir misnotkun. Framkvæmdastjórnin mun einnig fara fram á að í framleiðslustöðlum fyrir ljósabekki verði tiltekin ákveðin hámörk geislunar.

Í staðlanefndum hefur verið tekist á um hvert ætti að vera hámark geislunar í ljósabekkjum. Noregur, Ísland, Svíþjóð og Finnland hafa lengi miðað við UV-gildi 12 og er tekið undir það í lokaniðurstöðu vísindanefndarinnar.

Fréttatilkynning um álitið og viðbrögð EB er að finna hér:
http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/06/942&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=fr

Álitið sjálft má finna hér: (undir ‘consumer product’)
https://ec.europa.eu/health/ph_risk/committees/04_sccp/docs/sccp_o_031b.pdf

Tillögur og umsagnir við fyrstu drög að áliti vísindanefndar, m.a. frá Norrænum geislavörnum, er að finna hér:
http://ec.europa.eu/health/ph_risk/committees/04_sccp/sccp_cons_03_en.htm

Eldri fréttir á vefsíðu GR um sama efni:

15.3.2006 : Varað við ljósabekkjanotkun fermingarbarna

1.3.2006 : Evrópusambandið setur mörk fyrir ljós-geislun starfsfólks

16.2.2006 : Álit vísindanefndar Evrópusambandsins um ljósabekki

18.10.2005 : Niðurstaða atkvæðagreiðslu um ljósabekkjastaðal

13.9.2005 : Breytingar á evrópskum staðli um ljósabekki – viðbrögð á Íslandi