Frá árinu 2004 hefur Capacent kannað árlega ljósabekkjanotkun ungmenna á aldrinum 12-23 ára. Samtímis hefur verið reynt að minnka áhuga unglinga, sérstaklega fermingabarna, á að nota ljósabekki með fræðslu um skaðsemi þeirra. Sú fræðsla hafði áhrif en þó virtist sem áhrifin væru meiri á notkun eldri hópsins á ljósabekkjum en þess yngri. Eftir að ljósabekkjanotkun barna undir 18 ára aldri var bönnuð með lögum, sem öðluðust gildi 1. janúar 2011, virðist sem fjöldi barna í ljósabekkjum hafi loks minnkað verulega.

Þetta sést á tölum úr könnun sem gerð var í nóvember á síðasta ári, sbr. myndina hér að neðan. Tölur úr fyrri könnunum eru sýndar til samanburðar.

Ljosabekkjanotkun_jan_2014_3

Ljósabekkjanotkun ungs fólks. Hlutfall þeirra sem notuðu ljósabekk síðustu 12 mánuði.

Fram til 2010 voru kannanir jafnan gerðar á vorin en tvö síðustu ár var spurt að hausti.