Í fréttatilkynningu finnsku geislavarnastofnunarinnar, STUK er sagt að þótt vísindaniðurstöður hafi ekki sýnt heilsufarsleg áhrif af notkun farsíma sé varúðar þörf varðandi notkun barna á farsímum.
Helsta röksemdin er að ekki verði hægt að meta langtímaáhrif af notkun farsíma fyrr en eftir nokkurra áratuga notkun. Vísað er í lengri greinargerð um farsímanotkun.
STUK leggur til að notkun barna á farsímum sé takmörkuð á eftirfarandi hátt:
- Textaskilaboð séu notuð í auknum mæli
- Foreldrar takmarki lengd og fjölda símtala
- Mælt er með handfrjálsum búnaði
- Forðast beri að tala í farsíma þar sem samband er slæmt eða í bíl á ferð.
STUK telur ekki rétt að banna notkun barna á farsímum með öllu þar sem þeir auka öryggi með því að auðvelda samskipti barns við foreldri.
Norrænar geislavarnastofnanir hafa með sér náið samstarf. Á árinu 2009 er starfandi starfshópur sem vinnur að því að semja norræna álitsgerð um veik rafsegulsvið. Finnska greinargerðin sem hér var sagt frá er meðal þeirra gagna sem rædd verða .
Fréttatilkynning á ensku:
http://www.stuk.fi/stuk/tiedotteet/en_GB/news_527/
Ítarlegri umfjöllun á sænsku: