Geislun á Íslandi

Notkun jónandi geislunar á Íslandi er einkum í heilbrigðiskerfinu. Bæði er um að ræða greiningu og meðferð sjúkdóma. Einnig notkun í iðnaði og menntakerfinu svo og á rannsóknastofnunum.

Á Íslandi eru starfrækt um 550 röntgentæki, þar af eru um 370 hjá tannlæknum og um 110 í heilbrigðiskerfinu. Hjá dýralæknum eru um 20 röntgentæki og um 50 tæki eru notuð í iðnaði, efnarannsóknum og við öryggisgæslu. Geislavirk efni eru notuð á um 40 stöðum og tæki með innbyggð geislavirk efni eru um 50. Haft er eftirlit með geislaálagi um 500 starfsmanna, þ.a. eru yfir 400 í heilbrigðiskerfinu

Árlegt geislaálag Íslendinga er um 2,2 mSv. Þar af eru:

  • um 1,1 mSv vegna náttúrulegrar geislunar
  • um 1,0 mSv vegna læknisfræðilegrar notkunar jónandi geislunar
  • um 0,1 mSv vegna geislavirkra efna í umhverfi og matvælum.

 

Geislun og geislavirkni

Með geislun er hér átt við svokallaða jónandi geislun, en til hennar teljast m.a. röntgen-, gamma-, alfa-, beta- og nifteindageislun. Jónandi geislun hefur verið meginviðfangsefni geislavarna áratugum saman, enda er hún í eðli sínu mun varasamari en svokölluð ójónandi geislun. Um hana er fjallað á síðunni Sól, ljós og rafsegulsvið og til hennar teljast m.a. venjulegt ljós, UV-geislun frá sól og lömpum, örbylgjur og útvarpsbylgjur. Um notkun jónandi geislunar er fjallað á síðunni Notkun geislunar.

Notkun geislunar

Jónandi geislun getur verið varasöm, en af henni má einnig hafa mikið gagn. Hún er m.a. mikið notuð í læknisfræði og iðnaði. Hér er að finna ýmsar upplýsingar fyrir þá sem vinna við jónandi geislun. Sjá einnig almennar upplýsingar á síðunni Geislavirkni, geislun og umhverfi.

Sól, ljós og rafsegulsvið

Sól, ljós og rafsegulsvið flokkast undir svokallaða ójónandi geislun og á þessari síðu er að finna tilvísanir tengdar henni. Um jónandi geislun er hins vegar fjallað á síðunni Geislavirkni, geislun og umhverfi.

Skýrsla um rafsegulmælingar 2010