tveir-bendarMorgunblaðið birti í gær, 7. janúar, frétt um leysibenda þar sem m.a. kemur fram að mánaðarlega er tilkynnt um atkvik þar sem öflugum leysibendum er beint að íslenskum flugvélum erlendis.

Frétt á vefsíðu mbl.is er að finna hér en nánari umfjöllun var í prentaðri útgáfu blaðsins.

Í fréttinni kemur fram að nú eru framleiddir leysibendar í flokki 4 sem er sterkasti flokkur leysa og vísað er í fræðsluefni á vefsíðu Geislavarna um flokkun leysa og notkun þeirra.

Einnig er sagt frá augnskaða sem leysbendir hefur valdið, en frétt um hann var birt á vef stofnunarinnar.