Á fréttavef BBC birtist frétt 10. apríl sl. þar sem sagði að læknar vöruðu við notkun ljósabekkja. Tilefni fréttarinnar var skýrsla lækna („British Medical Association“) þar sem einnig var farið fram á að stjórnvöld hertu reglur um notkun ljósabekkja.  Sjá fréttina.


Daginn eftir var önnur frétt á BBC (11. apríl) um sömu skýrslu þar sem sagt var að læknar vöruðu sérstaklega við mikilli notkun ljósabekkja í Skotlandi.


Á fréttavef Aftonbladet birtist frétt 14. apríl þar sem sagt var að banna ætti sólbaðsstofur sem notuðu sjálfsafgreiðslu.  Sjá fréttina.


DV birti frétt í dag (16. apríl 2003) á bls. 4, þar sem sagt var frá rannsókn Elínar Önnu Helgadóttur á hugsanlegum tengslum sortuæxla og sólbekkjanotkunar.  Í bráðabirgðaniðurstöðum hennar segir að notkun sólbekkja á Íslandi sé mjög mikil en ekki er komin niðurstaða um hvort eða hvernig þessi notkun tengist aukinni tíðni sortuæxla.