Fréttir2016-11-04T07:23:35+00:00

Rétt myndgreining fyrir sjúklinginn minn

HERCA, samtök evrópskra geislavarnastofnana, standa nú að herferðinni: Rétt myndgreining fyrir sjúklinginn minn.  Markmiðið með herferðinni er að vekja lækna sem senda sjúklinga í myndgreiningarrannsóknir til umhugsunar um hvað sé best fyrir sjúklinginn í

08.11.2019|

Tvö ný rit sem varða geislatæki og geislavirk efni

Geislavarnir ríkisins hafa gefið út tvö ný rit: GR19:04 Undanþágumörk fyrir geislavirk efni og geislatæki GR19:05 Kröfur til ábyrgðarmanna vegna notkunar geislatækja og geislavirkra efna Bæði ritin innihalda upplýsingar sem tengjast leyfum vegna geislatækja

04.11.2019|

Nýtt rit: Kröfur til og gæðaeftirlit með röntgentækjum í læknisfræði

Í ritinu eru teknar saman þær kröfur sem stofnunin leggur áherslu á um eiginleika og virkni röntgentækja sem notuð eru í læknisfræðilegri myndgreiningu.  Einnig er í ritinu fjallað um móttökuprófanir röntgentækja og skipulag gæðaeftirlits.  Áhersla er lögð á að leyfishafi geri eigin kröfur til röntgentækja sem alla jafna ættu að vera umfram þær lágmarkskröfur til eiginleika og virkni sem fjallað er um í ritinu.

30.10.2019|

Ekki nota ljósabekki

„Ekki nota ljósabekki“ segir í nýrri yfirlýsingu norrænu geislavarnastofnananna um notkun ljósabekkja. Norrænu geislavarnastofnanirnar hafa frá 2005 varað við notkun ljósabekkja vegna hættu á húðkrabbameini og þykir nú ástæða til þess að ítreka fyrri viðvaranir.

25.10.2019|

Viðbragðsáætlun vegna CBRNE atvika

Lokið er gerð fyrstu útgáfu Viðbragðsáætlunar vegna CBRNE atvika (Chemical, Biological, Radiological, Nuclear, Explosives) en undir þessa skilgreiningu flokkast atvik er varða lýðheilsuógnir af völdum efnamengunar, sýkla og geislunar. Markmið áætlunarinnar er að auka almenna og sérhæfða þekkingu á atvikum af þessum toga og tryggja þannig hnökralaus viðbrögð í þeim tilgangi að lágmarka áhrif smits/mengunar/geislunar og annarra óvæntra atvika og vernda þannig lýðheilsu og umhverfi.

21.10.2019|

Norrænn fundur um læknisfræðilega notkun geislunar

Árlegur fundur Norrænu geislavarnastofnananna um læknisfræðilega notkun geislunar (Nordic Group for Medical Application - NGMA) var haldinn hjá dönsku geislavörnunum í lok ágúst sl. Tveir fulltrúar frá hverju landi sátu fundinn sem stóð yfir í tvo daga. Starfsemi hópsins hefur m.a. leitt til útgáfu á Norrænum ritum, yfirlýsingum og leiðbeiningum í gegnum árin. Geislavarnir ríkisins sjá um vefsíðu hópsins en hún er http://nordicxray.gr.is/. Eins er hægt að nálgast efnið á vef Gr.

24.09.2019|