Fréttir 2016-11-04T07:23:35+00:00

Vefnámskeið og fyrirlestrar á endurbættum vef RPOP

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vinnur að geislavörnum og meðal annars að bættum geislavörnum sjúklinga. Eitt af því sem stofnunin hefur gert í því skyni er að birta, á vefnum Radiation Protection of Patients (RPOP), fræðsluefni um flest það sem við kemur geislavörnum sjúklinga.  Vefsíðan, sem hefur verið til staðar í meira en áratug og fær um miljón gesti á ári, hefur nú verið endurbætt og fengið nýtt útlit. Þar er m.a. að finna vefnámskeið og upptökur af vef-fyrirlestrum um ýmis efni tengd geislavörnum sjúklinga og svör við algengum spurningum sem vakna bæði hjá almenningi og fagfólki sem vinnur með geislun.

10.01.2018|

Alþjóðleg ráðstefna um geislavarnir sjúklinga

Framkvæmd geislameðferðar, augngeislaskammtar og leiðbeiningar um val á rannsóknum voru efst á baugi á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) nú í desember um geislavarnir í læknisfræði. Tilgangur ráðstefnunnar var að meta árangur af sameiginlegu ákalli IAEA og WHO um aðgerðir í geislavörnum sem sett var fram árið 2012.

21.12.2017|

Leysar og leysibendar

Öryggisatriði við notkun leysa og leysibenda. Hér er fræðsluefni um flokkun leysa og leysibenda á íslensku.  Á netinu er einnig að finna mikið af upplýsingum um öryggisatriði við notkun leysa og leysibenda. Þar má nefna að:

11.12.2017|