Fréttir 2016-11-04T07:23:35+00:00

Geislavarnir ríkisins vilja ráða geislafræðing til starfa

Við leitum að einstaklingi sem fellur vel inn í samhentan hóp starfsmanna, sýnir frumkvæði og á gott með að vinna sjálfstætt. Stofnunin okkar er lítil og hjá okkur ríkir góður starfsandi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og hvetjandi starfsumhverfi á fámennum vinnustað með flatt skipurit. Starfið býður upp á möguleika til starfsþróunar og þátttöku í norrænum og alþjóðlegum verkefnum.

18.08.2017|

Ljósabekkir og lýðheilsa

Í nýrri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest.

04.07.2017|

Könnun á notkun öflugra leysa og IPL tækja

Geislavarnir ríkisins standa um þessar mundir fyrir könnun á notkun öflugra leysa og IPL tækja á snyrtistofum. Slík tæki eru notuð í auknum mæli, en vegna þess að tækin geta valdið skaða á augum og húð krefst notkun þeirra sérstakrar þekkingar og þjálfunar þeirra sem þau nota.

29.06.2017|

Geislavarnir eru fyrirmyndarstofnun 2017

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru nýlega kynntar. Geislavarnir ríkisins eru þess heiðurs aðnjótandi að vera í hópi þeirra stofnana þar sem starfsánægja starfsmanna er hvað mest. Stofnunin var valin í hóp Fyrirmyndastofnana 2017 og lenti auk þess í þriðja sæti í flokki minni stofnana í könnuninni.

18.05.2017|

Páskasólin getur verið sterk – aðgát ráðlögð

Páskar eru nú óvenju seint á árinu og þess vegna er sól hærra á lofti en oft áður um páska. Sólargeislarnir eru sterkari og því ástæða til að minna á notkun sólgleraugna og sólarvarnar. Geislavarnir minna á skaðsemi útfjólublárrar geislunar og benda á fræðsluefni þar um.

06.04.2017|