Fréttir2016-11-04T07:23:35+00:00

Nýtt fræðsluefni um 5G

Innleiðing 5G er hafin á Íslandi. Geislavarnir ríkisins hafa birt fræðsluefni um 5G þar sem m.a. er fjallað um viðmiðunarmörk og líffræðileg áhrif rafsegulsviða af útvarpstíðni.

20.04.2020|

Tengjast 5G og COVID-19?

Sögusagnir um tengingu á milli 5G og COVID-19 hafa komist á kreik og spurningar þess efnis hafa meðal annar borist Vísindavefnum. Veiran sem veldur COVID-19 og 5G-fjarskiptanet eru tveir alveg ótengdir hlutir, eins og fram kemur

20.04.2020|

Tími til að fræðast?

Á vef Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru vef-námskeið (e-learning course) um notkun geislunar og geislavarnir í læknisfræði.  Áætlaður tími fyrir hvert námskeið er 5-6 klukkutímar og getur hver og einn lokið þeim á sínum hraða.  Námskeiðin eru

16.04.2020|

Nýjar viðmiðunarreglur fyrir 5G

Alþjóða geislavarnaráðið fyrir ójónandi geislun (The International Commission on Non‐Ionizing Radiation Protection (ICNIRP)) hefur gefið út nýjar viðmiðunarreglur og viðmiðunarmörk til verndar fólki vegna rafsegulsviða af útvarpstíðni (100 kHz – 300 GHz). Þær leysa af hólmi viðmiðunarreglur frá árinu 1998. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nauðsynlegt öryggi við innleiðingu 5G fjarskiptatækninnar.

06.04.2020|

COVID-19

Vegna COVID-19 faraldursins munu Geislavarnir ríkisins hlíta tilmælum Sóttvarnalæknis og takmarka samgang starfsfólks og viðskiptavina eins og kostur er. Ekki verður lögð áhersla á að manna afgreiðslu stofnunarinnar, heldur mun starfsfólk sinna verkefnum sínum að heiman eins og hægt er. Þeir sem eiga erindi við stofnunina meðan neyðarstig Almannavarna stendur yfir eru hvattir til að nota tölvupóst (gr@gr.is). Einnig verður svarað í síma stofnunarinnar, 440 8200. Ef um neyðartilvik er að ræða fæst samband við stofnunina í gegnum Neyðarlínuna, 112.

18.03.2020|