Nýtt fræðsluefni um 5G á forminu Spurt og svarað hefur verið birt á vef framkvæmdastjórnar ESB (e. European Commission). Fræðsluefnið inniheldur svör við 14 algengum spurningum um 5G. Þær eru um 5G tæknina, ávinning af 5G tækninni og rafsegulsvið.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur íslenskað mikið af þessu efni og birt á aðgengilegan hátt á vef sínum.