Geislameðferð

Í geislalækningum (e. Radiation Therapy) hefur röntgengeislun og geislavirk efni verið notuð í meira en 100 ár til að lækna góðkynja og illkynja sjúkdóma. Á nútíma geislameðferðardeild er notuð röntgengeislun og geislavirk efni sem gefa allt að þúsund sinn um meiri geislun en þarf við sjúkdómsgreiningu.  

Markmiðið er þá að drepa æxlisfrumur, án þess að aðliggjandi vefir verði fyrir teljandi skaða. Þetta er gert með því að beina geisla frá línuhraðli eða röntgentæki eða geisla frá geislavirku efni, með mikilli nákvæmni að æxlissvæðinu. Með því að geisla í skömmtum úr nokkrum áttum næst hámarksgeislun á æxlissvæðið en mun minni geislun á vefi umhverfis.

Þá er hægt í sumum tilfellum að koma fyrir geislavirku efni í sérstöku hylki í æxlinu sjálfu eða mjög nálægt því, til þess að fá sem mesta geislun á það.  Einnig má koma geislavirku efni sem næst æxlum með því að gefa það í æð og er það látið berast á réttan stað með blóðinu.

Hlekkir:

    1.        Landspítali – Geisladeild 
    2.        Brjóstakrabbamein.is  (Geislameðferð)
    3.        Hlekkur á rpop.iaea.org  (starfsmenn) (almenningur og sjúklingar)
    4.        Understanding Radiation Therapy (www.cancer.org)
    5.        Hlekkur á ESTRO