Geislavarnir ríkisins starfrækja fjórar mælistöðvar, svokallaðar gammastöðvar, sem mæla stöðugt styrk geislunar á fjórum stöðum á landinu: í Reykjavík, á Höfn í Hornafirði, á Raufarhöfn og í Bolungarvík, og eru þær reknar í samvinnu við Veðurstofu Íslands. Stöðvarnar eru við sjálfvirkar veðurstöðvar og fást því einnig mikilvægar veðurupplýsingar frá þessum stöðvum. Auk þess er ein stöð á Rauðarárstíg í Reykjavík. Stöðvarnar gegna mikilvægu hlutverki til að gefa viðvörun berist geislavirk efni að landinu. Þær eru einnig mikilvægar þurfi að sannreyna að slys hafi ekki mælanleg áhrif hérlendis. Sú geislun sem stöðvarnar sýna venjulega er náttúrluleg geislun og getur hún verið örlítið breytileg eftir ýmsum aðstæðum, og t.d. aukist með rigningu. Mælingar frá stöðvunum fjórum má sjá á vef Geislavarna ríkisins ásamt úrkomugögnum frá hverri stöð, sjá: https://www.gr.is/verkefni/gammageislun/

Ein af fjórum gammastöðvum Geislavarna  ríkisins.

Ein af fjórum gammastöðvum Geislavarna  ríkisins.