Nýlega voru gefnar út nýjar leiðbeiningar um flokkun vinnusvæða og flokkun stafsmanna sem starfa við jónandi geislun. Rit GR 04:09.

Leiðbeiningarnar byggjast á ákvæðum reglugerðar nr. 627/2003 um hámörk geislunar starfsmanna og almennings vegna starfsemi þar sem notuð er jónandi geislun.
Markmið þeirra er að skýra ákvæði reglugerðarinnar með tilliti til hvernig vinnusvæði skulu flokkuð í lokuð svæði, eftirlitssvæði og almenn svæði, þar sem því verður við komið. Einnig er í leiðbeiningunum fjallað um einstaklingsbundið eftirlit með geislaálagi stafsmanna sem vinna við jónandi geislun. Þar eru m.a. gefin dæmi um starfsmenn sem þurfa slíkt eftirlit og þá sem ekki þarf að hafa eftirlit með.
Í ritinu er einnig viðauki með upplýsingum um grunnstærðir og mælieiningar í geislavörnum.

Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vefsíðu GR á slóðinni:

https://www.gr.is/vidskiptavinir/leidbeiningar/